Aflýsa hættustigi á Austur- og Suðurlandi vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi hefur ákveðið að aflýsa hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24. til 26. september. 27.9.2022 09:49
Ráðin framkæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Dohop Oana Savu hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar (e. Chief Strategy Officer) hjá Dohop og mun sem slíkur bera ábyrgð á stefnumótun og þróun félagsins ásamt samningum við samstarfsaðila. 27.9.2022 09:05
Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Lekar sem uppgötvuðust í báðum Nord Stream-gasleiðslunum Eystrasalti í gær - Nord Stream 1 og 2 - kunna skýrast af því að skipulögð árás hafi verið gerð á leiðslunar. 27.9.2022 08:03
Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. 27.9.2022 07:32
Kanslarinn greindist með Covid-19 Olaf Scholz Þýskalandskanslari hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er með væg einkenni og hefur afboðað sig á fjölda viðburða sem hann hugðist sækja í vikunni. 26.9.2022 14:44
Ellefu börn í hópi hinna fimmtán látnu í Izhevsk Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grunnskóla í rússnesku borginni Izhevsk í morgun. Ellefu af hinum látnu voru börn, en auk þeirra fórust tveir öryggisverðir og tveir kennarar í árásinni. 26.9.2022 14:17
Hjörtur frá Amazon til Lucinity Hjörtur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn yfirmaður tækni- og hugbúnaðarþróunar (CTO) hjá sprotafyrirtækinu Lucinity. Hann snýr nú aftur til Íslands eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum hjá tæknirisanum Amazon síðustu átta ár. 26.9.2022 13:27
Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjóra á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna veðurs sem gekk yfir umdæmin um helgina. 26.9.2022 13:11
Vörukarfan lækkar í helmingi verslana Vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september. 26.9.2022 13:02
Aflýsa óvissustigi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. 26.9.2022 12:55