varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Opnað á um­fjöllun um tjón Ey­vindar­tungu­bænda

Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi.

Ragnhildur áfram rektor HR

Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Ragnhildur tók við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni árið 2021, en hann hafði þá verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur.

Sig­ríður Th. Er­lends­dóttir er látin

Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi.

Jón fjár­festir í HPP Solutions og verður stjórnar­for­maður

Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, hefur tekið við sem stjórnarformaður HPP Solutions ehf. samhliða kaupum á eignarhlut í félaginu. Jón lét af störfum hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri þann 1. apríl á þessu ári eftir 26 ár sem forstjóri.

Bein út­sending: Út­varps­þing 2022

Stefna Ríkisútvarpsins til ársins 2026 verður kynnt á Útvarpsþingi sem fram fer í dag milli klukkan 9 og 12. Yfirskrift þingsins er „RÚV okkar allra – fyrir þig“.

Norð­vestan gola, skúrir og fremur svalt

Veðurstofan spáir norðvestan golu eða kalda í dag, skúraleiðingum og og fremur svölu veðri. Hitinn kemst þó líklega í þrettán til fjórtán stig á Suðausturlandi þegar best lætur.

Sjá meira