„Greiddi leiðina fyrir frjálsa Evrópu“ Leiðtogar þjóða og alþjóðastofnana, núverandi og fyrrverandi, víðs vegar um heim hafa minnst Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gær, 91 árs að aldri. 31.8.2022 07:41
Segist hafa afþakkað boð um að verða aðalkynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð Bandaríski grínistinn Chris Rock segist hafa hafnað boði um að verða kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð sem fram fer í mars á næsta ári. Rock var kýldur af Will Smith á síðustu Óskarsverðlaunahátíð þegar hann var að kynna tilnefningar fyrir bestu heimildarmynd ársins og gerði þá grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith. 30.8.2022 08:35
Hvasst og rigning suðvestantil en hiti nær 22 gráðum norðanaustantil Allhvöss suðaustanátt skellur á suðvestur- og vesturhluta landsins í dag með talsverðri rigningu. Um landið norðaustanvert stefnir hins vegar í bjartan og fallegan dag þar sem hæstu hitatölur fara líklega í 22 stig. 30.8.2022 07:24
Sopranos-leikarinn Bob LuPone er látinn Bandaríski leikarinn Robert „Bob“ LuPone, er látinn, 76 ára að aldri. LuPone gerði garðinn frægan sem leikari á Broadway í New York en einnig fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu, Sopranos. 30.8.2022 07:06
Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir átök írakskra öryggissveita og stuðningsmanna valdamikils sjíaklerks í höfuðborginni Bagdad. Átökin blossuðu upp eftir að klerkurinn, Moqtada al-Sadr, tilkynnti að hann væri hættur í stjórnmálum. 30.8.2022 06:46
Stytta opnunartíma Læknavaktarinnar Ákveðið hefur stytta opnunartíma Læknavaktinnar í Austurveri bæði á virkum dögum og um helgar þannig að stöðin verður framvegis opin frá 17 til 22 á virkum dögum og frá 9 til 22 um helgar. Nýr opnunartími tekur gildi um mánaðamótin, eða frá og með næsta fimmtudegi. 30.8.2022 06:29
Vísað úr Strætó fyrir að hafa verið með „almenn leiðindi“ Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vísaði manni úr strætisvagni í gærkvöldi en sá hafði verið „almenn leiðindi“ um borð. 30.8.2022 06:13
Þau sóttu um stöður tveggja sviðsstjóra hjá borginni Reykjavíkurborg hefur birt lista yfir umsækjendur um tvær sviðsstjórastöður hjá borginni - sviðsstjóra menningar-, íþrótta og tómstundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar. 29.8.2022 12:39
BHM styrkir sig fyrir komandi kjaraviðræðuvetur BHM hefur ráðið þau Willard Nökkva Ingason, Þóru Kristínu Þórsdóttur, Ingvar Sverrisson og Karitas Marý Bjarnadóttur til starfa innan bandalagsins. 29.8.2022 11:22
Ráðin framkvæmdastjóri VBM Halldóra G. Hinriksdóttir, forstöðumaður hjá RB hf., hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands og tekur við starfinu 1. september. 29.8.2022 09:32