Allhvöss norðvestanátt og gular viðvaranir í gildi Áfram verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert í dag, en dregur úr vindi í kvöld og nótt. Annars staðar má reikna með mun hægari breytileg átt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á austanverðu landinu. 4.7.2022 07:47
Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4.7.2022 07:17
Vill að hægt verði að gelda dæmda kynferðisbrotamenn Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata í Svíþjóð, vill að hámarksrefsing fyrir nauðgun verði hækkuð í landinu í 25 ára fangelsi. Þá skuli það í sumum tilvikum sett sem skilyrði fyrir lausn úr fangelsi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu geldir. 1.7.2022 16:01
Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda. 1.7.2022 09:23
Biður minkabændur innilegrar afsökunar eftir svarta skýrslu nefndar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið minkabændur í landinu afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum landsins í kórónuveirufaraldrinum hafi valdið þeim. Hún segir ákvörðunina um að fella stofninn þó hafa verið nauðsynlega. 1.7.2022 09:05
Hægur vindur og víða líkur á skúrum Nú í morgunsárið er víða þoka norðan- og austantil á landinu, en það mun líklega rofa til allvíða þegar líður á morguninn. 1.7.2022 08:23
Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1.7.2022 08:13
Sjö ráðin til indó Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur. 30.6.2022 15:54
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28.6.2022 07:59
Flúði af vettvangi eftir umferðaróhapp Ökumaður má eiga von á sekt eftir að hafa flúið af vettvangi eftir umferðaróhapp á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hafði uppi á ökumanninum og segir að hann megi eiga von á sekt fyrir að hafa yfirgefið vettvang án þess að gera ráðstafanir. 28.6.2022 07:39