Aflýsa öllum flugferðum frá Brussel í dag Búið er að aflýsa öllum fyrirhuguðum flugferðum frá Brussel í dag. Ástæðan er sögð vera langar biðraðir á flugvellinum sem hafi leitt til þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi farþega. 20.6.2022 08:05
59 farist í flóðum á Indland og Bangladess Að minnsta kosti 59 hafa farist í miklum flóðum og eldingaveðri sem gengið hefur yfir Indland og Bangladess síðustu daga. 20.6.2022 07:42
Olli ónæði í Grafarvogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í mjög annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í gær. Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi borist klukkan 17:20, en ítrekað var búið að hafa afskipti af manninum þar sem hann var að valda ónæði. 20.6.2022 07:30
Norðlæg átt og úrkoma á víð á dreif Veðurstofan spáir norðlægri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, og skýjað að mestu með dálítilli úrkomu á víð og dreif. 20.6.2022 07:15
Ísold Uggadóttir er Borgarlistamaður Reykjavíkur 2022 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag Ísold Uggadóttur handritshöfund og leikstjóra, Borgarlistamann Reykjavíkur 2022 við hátíðlega athöfn í Höfða. 17.6.2022 14:46
Gular viðvaranir á 17. júní Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði vegna hvassviðris og taka þær gildi annað kvöld og eru í tildi fram á morgun eða kvöld á laugardag. 16.6.2022 15:19
Segja framsetningu um stöðu á leigumarkaði vera villandi Formaður Samtaka leigjenda segir framsetningu Húsnæðis- og mannvirkjastofunar um ástandið á leigumarkaði vera villandi og að ekki sé rétt að miða við hlutfall af meðallaunum. Slíkt gefi skakka mynd þar sem flestir á leigumarkaði séu í lágtekjuhópum. 16.6.2022 14:35
Bessastaðir opnir almenningi á laugardaginn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á laugardaginn. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid munu þar taka á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 13 og 16. 16.6.2022 11:05
Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16.6.2022 10:11
Ekkert saknæmt við dauða Lars Vilks Lögregla í Svíþjóð hefur lokið við rannsókn á dauða listamannsins Lars Vilks og tveggja lögreglumanna sem fórust í bílslysi skammt frá Markaryd í Smálöndunum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. 16.6.2022 07:54