varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hiti að á­tján stigum og líkur á þoku­lofti víða

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag og léttskýjuðu. Allvíða séu líkur á þokulofti við suðvestur- og vesturströndina, og einnig austurströndina þegar líður á daginn.

Fjölgar at­vinnu­leyfum fyrir leigu­bíla um hundrað

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“.

Jóhannes til Við­skipta­ráðs

Jóhannes Stefánsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Jóhannes mun gegna stöðunni í fjarveru Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, sem er í fæðingarorlofi.

Þrír nýir skrif­stofu­stjórar í nýja ráðu­neytinu

Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu.

Trommari Yes er fallinn frá

Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi.

Mis­steig sig illa á Úlfars­felli

Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komu konu til aðstoðar sem hafði misstigið sig illa í göngu á Úlfarsfelli í gær.

Vonast til að kynna nýjan meiri­hluta í Norður­þingi eftir helgi

Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti Framsóknar í Norðurþingi, segist vona til að hægt verði að kynna málefnasamning nýs meirihluta í sveitarfélaginu strax eftir helgi. Framsókn og Sjálfstæðismenn hafa síðustu daga átt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.

Sjá meira