Innlent

Slökktu í al­elda hús­bíl við Hval­eyrar­vatn

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkvilið var að störfum á vettvangi í um klukkutíma.
Slökkvilið var að störfum á vettvangi í um klukkutíma. SHS

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan hálf tvö í nótt vegna elds sem hafði komið upp í húsbíl skammt frá Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var bíllinn alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Vel hafi gengið að slökkva eldinn og var slökkvilið á staðnum í um klukkustund.

Fólk sem var í húsbílnum komst út af sjálfsdáðum og slasaðist enginn. Bíllinn er þó mikið skemmdur.

Í færslu slökkviliðs á Facebook segir að undanfarinn sólarhring hafi verið nóg að gera þar sem sjúkrabílar sinntu 131 verkefni og þar af 41 forgangsverkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×