Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10.5.2022 12:52
Karl krónprins flutti stefnuræðuna í fjarveru drottningar Karl Bretaprins flutti í morgun stefnuræðu bresku ríkisstjórnarinnar í breska þinghúsinu í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 73 ára Karl heldur slíka ræðu, en hann var fenginn í verkið þar sem Elísabet drottning hafði boðað forföll vegna veikinda. 10.5.2022 11:41
Big Lebowski-leikarinn Jack Kehler látinn Bandaríski leikarinn Jack Kehler, sem er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk leigusala The Dude í myndinni Big Lebowski, er látinn. Hann varð 75 ára gamall. 10.5.2022 10:05
Viðskiptahraðalinn Startup SuperNova keyrður í þriðja sinn Viðskiptahraðallinn Startup SuperNova verður keyrður í þriðja sinn í ár þar sem leitast verður við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði. 10.5.2022 09:13
Telma Eir ráðin rekstrarstjóri hjá SalesCloud Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri (COO) hjá SalesCloud og hefur hún þegar hafið störf. 10.5.2022 08:38
Allir starfsmenn Eflingar ráðnir tímabundið til hálfs árs Allir þeir sem verða ráðnir til starfa á skrifstofu Eflingar verða ráðnir tímabundið til hálfs árs á meðan látið er reyna á nýtt skipulag á skrifstofunni. Öllum starfsmönnum skrifstofunnar var sagt upp störfum í síðasta mánuði, í kjölfar sigurs Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningum í febrúar. 10.5.2022 08:10
Vetrarlegt um að litast á norðanverðu landinu Veðurstofan spáir norðan- og og norðaustanátt í dag þar sem víða verður átta til fimmtán metrar á sekúndu. Norðanáttinni fylgir nokkuð kalt loft og það verður heldur vetrarlegt um að litast á norðanverðu landinu, snjókoma eða slydda með köflum. 10.5.2022 07:48
Skjálfti 3,2 að stærð á Reykjanesskaga í nótt Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga og mældist þar skjálfti 3,2 að stærð klukkan 02:32 í nótt. 10.5.2022 07:34
Vopnað rán í apóteki í vesturbæ Reykjavíkur Vopnað rán var framið í vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöldi. 10.5.2022 07:28
Píratar mælast stærri en Sjálfstæðismenn í borginni Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa. 10.5.2022 07:13