Sigþrúður ráðin framkvæmdastjóri Siðmenntar Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2022 10:28 Sigþrúður Guðmundsdóttir hefur verið framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins undanfarin sextán ár. Siðmennt Sigþrúður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Siðmenntar. Hún tekur við starfinu af Siggeiri Fannari Ævarssyni sem var sagt upp störfum í lok apríl. Í tilkynningu frá Siðmennt segir að Sigþrúður hafi verið framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins undanfarin sextán ár, og áður forstöðumaður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, verkefnastjóri innleiðingar Olweusarverkefnisins og að auki setið í stjórnum ýmissa félagasamtaka. „Sigþrúður hefur háskólapróf í félagsfræði, mannfræði og jákvæðri sálfræði, auk kennsluréttinda á háskólastigi. Helstu verkefni Sigþrúðar varða stefnumótun félagsins, almennan rekstur, mannauðsmál og samskipti við bæði stjórnkerfið og almenna félaga. Stjórn Siðmenntar telur Sigþrúði einstaklega vel hæfa til starfsins, enda hefur hún áralanga reynslu af stjórn og rekstri félagasamtaka og húmanísk lífsgildi að leiðarljósi. Stjórn Siðmenntar hlakkar til samstarfsins og býður Sigþrúði velkomna til starfa. Hún hefur störf 1. september. Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Tæplega fimm þúsund félagar eru í Siðmennt og er félagið sjötta stærsta lífsskoðunarfélagið á Íslandi og það allra stærsta ef litið er til aðeins veraldlegra lífsskoðunarfélaga. Helstu verkefni félagsins eru barátta fyrir veraldlegu samfélagi og auknum mannréttindum jaðarsettra hópa, þjónusta við félagsfólk og athafnir á lífsins tímamótum, þ.e. við nafngjöf, hjónavígslu, fermingu og útför,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Félagasamtök Tengdar fréttir Framkvæmdastjóra Siðmenntar sagt upp störfum Framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Siðmenntar frá árinu 2018. 4. maí 2022 21:55 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Í tilkynningu frá Siðmennt segir að Sigþrúður hafi verið framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins undanfarin sextán ár, og áður forstöðumaður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, verkefnastjóri innleiðingar Olweusarverkefnisins og að auki setið í stjórnum ýmissa félagasamtaka. „Sigþrúður hefur háskólapróf í félagsfræði, mannfræði og jákvæðri sálfræði, auk kennsluréttinda á háskólastigi. Helstu verkefni Sigþrúðar varða stefnumótun félagsins, almennan rekstur, mannauðsmál og samskipti við bæði stjórnkerfið og almenna félaga. Stjórn Siðmenntar telur Sigþrúði einstaklega vel hæfa til starfsins, enda hefur hún áralanga reynslu af stjórn og rekstri félagasamtaka og húmanísk lífsgildi að leiðarljósi. Stjórn Siðmenntar hlakkar til samstarfsins og býður Sigþrúði velkomna til starfa. Hún hefur störf 1. september. Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Tæplega fimm þúsund félagar eru í Siðmennt og er félagið sjötta stærsta lífsskoðunarfélagið á Íslandi og það allra stærsta ef litið er til aðeins veraldlegra lífsskoðunarfélaga. Helstu verkefni félagsins eru barátta fyrir veraldlegu samfélagi og auknum mannréttindum jaðarsettra hópa, þjónusta við félagsfólk og athafnir á lífsins tímamótum, þ.e. við nafngjöf, hjónavígslu, fermingu og útför,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Félagasamtök Tengdar fréttir Framkvæmdastjóra Siðmenntar sagt upp störfum Framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Siðmenntar frá árinu 2018. 4. maí 2022 21:55 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Framkvæmdastjóra Siðmenntar sagt upp störfum Framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Siðmenntar frá árinu 2018. 4. maí 2022 21:55