Fjölbreytt útirými meginatriði í vinningstillögu um skipulags Torfsnefs á Akureyri Tillaga Arkþings/Nordic hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar, en niðurstaða dómnefndar var kynnt í húsnæði Hafnarsamlags Norðurlands í gær. Ljóst má vera að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum nái hugmyndirnar fram að ganga. 28.4.2022 07:38
Skýjað um landið vestanvert og rigning í nótt Líklega verður skýjað um landið vestanvert í dag og með kvöldinu er útlit fyrir að úrkomubakki komi inn á land úr vestri. 28.4.2022 07:16
Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. 27.4.2022 21:39
Bein útsending: Framtíð líftækni á Íslandi Alvotech og Háskóli Íslands standa fyrir þriðja fundinum í fyrirlestraröðinni „Framtíð nýsköpunar“ milli klukkan 14 og 16 í dag. Fundurinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilara að neðan. 27.4.2022 13:31
Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27.4.2022 08:01
Skýjað og víða súld eða rigning Veðurstofan spáir að í dag verði fremur hæg breytileg átt í öllum landshlutum. Skýjað og víða dálítil súld eða rigning, þó síst suðvestanlands. 27.4.2022 07:28
Handtekinn vegna líkamsárásar og hótana Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók um miðnætti mann vegna líkamsárásar og þar sem hann hafi haft í hótunum við aðra í hverfi 110 í Reykjavík. 27.4.2022 07:17
Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26.4.2022 07:36
Skýjabreiðan sem lá yfir landinu í gær heldur velli Veðurstofan spáir að í dag verði fremur hægur vindur á landinu, um þrír til átta metrar á sekúndu, og yfirleitt af suðvestri. 26.4.2022 07:02
Tólf sækjast eftir að taka við embætti ríkisendurskoðanda Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda. 25.4.2022 14:50