Lovísa leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur og varabæjarfulltrúi, mun leiða lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 28.3.2022 13:06
Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28.3.2022 12:33
Þriðja og síðasta þrepið verði að „umbylta forystusveit“ ASÍ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir að eftir að tvö þrep í þátt átt að gera breytingar á verkalýðshreyfingunni hafi gengið eftir, þá muni það þriðja og síðasta felast í að „umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands“ – forystuteymið og miðstjórn – á þingi sambandsins næsta haust. 28.3.2022 11:34
Jón Ingi leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi mun leiða lista Viðreisnar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí. Framboðslisti flokksins var samþykkur á félagsfundi í gærkvöldi. 28.3.2022 11:10
Króli, Ásgeir, Alma og Johanne ráðin til Pipars\TBWA Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðin til sín fjóra nýja starfsmenn, þau Ásgeir Tómasson, Ölmu Guðmundsdóttur, Kristinn Óla Haraldsson og Johanne Turk. 28.3.2022 09:28
Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. 28.3.2022 08:05
Olíuverð lækkar vegna Covid-takmarkana í Sjanghæ Töluverðar lækkanir urðu á olíuverði á Asíumörkuðum við opnun þeirra í nótt og er lækkunin rakin til þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja útgöngubann í stórborginni Sjanghæ. 28.3.2022 07:45
Dálítil slydda eða rigning sunnantil en þurrt annars staðar Veðurstofan spáir austanátt í dag, víða kalda eða stinningskalda en hægara um landið norðaustanvert. Reikna má með dálítilli slyddu eða rigningu öðru hverju á Suður- og Suðvesturlandi og verður hiti á bilinu núll til fimm stig. 28.3.2022 07:09
Skapari GIF-sins er fallinn frá Bandaríski tölvunarfræðingurinn Stephen Wilhite, sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp GIF-ið, er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést af völdum COVID-19. 25.3.2022 14:39
Stefán Hrafn hættur hjá Landspítalanum og kominn til HR Stefán Hrafn Hagalín hefur látið af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir stutt stopp á velferðarsviði borgarinnar og ráðið sig til starfa sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hætti hjá Landspítalanum í febrúar. 25.3.2022 13:19