Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17.3.2022 07:17
Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17.3.2022 07:10
Verzlun Haraldar Júlíussonar á Króknum lokað í lok mánaðar Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki verður lokað í lok þessa mánaðar eftir að hafa verið starfrækt í rúma öld. Verslunarmaðurinn Bjarni Haraldsson, betur þekktur sem Bjarni Har, lést fyrr á árinu en rak og stóð vaktina í versluninni um margra áratuga skeið. 16.3.2022 13:21
Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing. 16.3.2022 10:54
Eldur kom upp í bíl á Miklubraut Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í bíl á Miklubraut, milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar skömmu fyrir klukkan níu í morgun. 16.3.2022 09:08
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16.3.2022 08:40
Gera sér vonir um að sjá fyrir enda rannsóknarinnar Andlát sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum, þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 16.3.2022 08:12
Kröpp lægð veldur hvassviðri með snjó í nótt og á morgun Lægðin sem stjórnaði veðrinu í gær er enn á Grænlandshafi en hún hefur grynnst töluvert. Veðrið verður því áfram svipað en vindurinn þó öllu minni, suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og éljagangur, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. 16.3.2022 07:35
Velti stolnum bíl Lögreglu barst tilkynning rétt fyrir miðnætti að bíl hefði verið stolið í Hafnarfirði eða Garðabæ. Sá sem tilkynnti um þjófnaðinn var sjálfur að veita þjófnum eftirför þegar hann hringdi á lögregluna. 16.3.2022 07:19
Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir. 16.3.2022 07:14