varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Schröder til fundar við Pútín

Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu.

Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019.

Bein út­sending: Iðn­þing 2022

„Græn iðnbylting á Íslandi“ er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi á Vísi, en í hópi ræðumanna má finna þrjá ráðherra.

Árni hlaut 98 prósent at­kvæða

Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marels, var endurkjörinn formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins á aðalfundi í dag. Hann var einn í framboði og hlaut 98 prósent atkvæða. 

Hæsti­réttur stað­festir úr­skurð Fé­lags­dóms í máli Ólafar Helgu

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt.

Sjá meira