Víða allhvöss suðaustanátt og rigning Veðurstofan spáir suðaustanátt í dag, víða allhvassri með rigningu eða skúrum, en þurrt á Norðurlandi. 11.3.2022 07:26
Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11.3.2022 07:18
Schröder til fundar við Pútín Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu. 10.3.2022 14:43
Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. 10.3.2022 14:01
Bein útsending: Iðnþing 2022 „Græn iðnbylting á Íslandi“ er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi á Vísi, en í hópi ræðumanna má finna þrjá ráðherra. 10.3.2022 13:30
Árni hlaut 98 prósent atkvæða Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marels, var endurkjörinn formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins á aðalfundi í dag. Hann var einn í framboði og hlaut 98 prósent atkvæða. 10.3.2022 13:29
Bótaskylda viðurkennd eftir að kona datt í dimmum stiga í ræktinni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu tryggingafélagsins TM vegna líkamstjóns sem kona hlaut eftir að hafa dottið niður stiga í líkamsræktarstöð árið 2019. Dómurinn taldi að slysið mætti rekja til ófullnægjandi lýsingar í stiganum. 10.3.2022 13:21
Skrifuðu undir nýjan kjarasamning grunnskólakennara Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu snemma í morgun undir nýjan kjarasamning. 10.3.2022 12:08
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Félagsdóms í máli Ólafar Helgu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt. 10.3.2022 11:59
Bein útsending: Málstofa um stríðið í Úkraínu og áhrif efnahagslegra refsiaðgerða á orku- og fjármálamarkaði Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um stríðið í Úkraínu og áhrif efnahagslegra refsiaðgerða á orku- og fjármálamarkaði í hádeginu. 10.3.2022 11:30