3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1.3.2022 12:10
Hættir sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar og fer til UN Women María Rut Kristinsdóttir hættir í dag sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, eftir fjögurra ára starf. Hún hefur tekið við sem kynningarstýra UN Women. 1.3.2022 10:11
„Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1.3.2022 09:00
Bjarni vill 3.-4. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Bjarni Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Reykjavík Asian, hefur boðið sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. 1.3.2022 07:46
Viðar býður sig fram í 4.-5. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík Viðar Guðjohnsen, sérfræðingur hjá Lyfjastofnun, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 1.3.2022 07:39
Stormurinn á Suðaustur- og Austurlandi gengur smám saman niður Alldjúp lægð norðaustur af landinu fjarlægist í dag og mun vestan hvassviðrið og stormurinn á Suðaustur- og Austurlandi því ganga smám saman niður. 1.3.2022 07:22
Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. 1.3.2022 06:45
Vaktin: Hergagnalestin mikla þokast lítið áfram Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. 1.3.2022 06:13
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28.2.2022 13:00
Bólusetningar færast til heilsugæslustöðva Bólusetningar vegna COVID-19 hafa nú verið færðar til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og því ekki lengur bólusett í Laugardalshöll. 28.2.2022 10:41