3.349 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 3.349 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 167 á landamærum. Aldrei hafa svo margir fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku á einum sólarhring hér á landi frá upphafi faraldursins. 24.2.2022 11:24
Vill að ríkið selji 30 til 40 prósenta hlut í Landsvirkjun Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur rétt að íslenska ríkið selji stóran hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóða með ákveðnum skilyrðum. 24.2.2022 10:10
Hvöss norðanátt víða á landinu Framan af degi er hvöss norðanátt nokkuð víða á landinu og skafrenningur, auk þess að það snjóar norðan- og austanlands. Það lægir smám saman í dag. 24.2.2022 09:40
Grunaðar um þjófnað úr verslun í verslunarmiðstöð Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um þjófnað í verslun í verslunarmiðstöð í hverfi 103 í Reykjavík upp úr klukkan 18:30 í gærkvöldi. Tvær konur eru þar grunaðar um að hafa stolið vörum að verðmæti 60 þúsund króna. 24.2.2022 09:29
Slökkvilið kallað út vegna reyks í húsi við Norðurbrún Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út eftir að tilkynnt var um reyk í húsi með íbúðum aldraðra sem stendur við Norðurbrún í Reykjavík. 24.2.2022 08:38
Orri leiðir lista Framsóknar í Kópavogi Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis, mun leiða lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. 24.2.2022 08:34
Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24.2.2022 08:26
Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína klukkan þrjú að íslenskum tíma þar sem hann sagðist hafa samþykkt hernaðaraðgerð í aðskilnaðarhéruðunum Luhansk og Donetsk í Úkraínu. 24.2.2022 07:44
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24.2.2022 07:08
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24.2.2022 06:23