Leita til Ólafs Elíassonar um hönnun minnisvarða um Heimaeyjargosið Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita tvær milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Samningur hefur verið gerður við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna. 23.2.2022 11:48
ABBA-stjarnan Björn Ulvaeus að skilja Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus og eiginkona hans, Lena Ulvaeus hafa ákveðið að skilja eftir rúmlega fjörutíu ára hjónaband. 23.2.2022 09:09
Söngvari Procol Harum er fallinn frá Breski söngvarinn Gary Brooker, forsprakki sveitarinnar Procol Harum, er látinn, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma. 23.2.2022 08:20
Segir söluna stærsta dæmið um fjármálaafglöp á sveitarstjórnarstigi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. 23.2.2022 07:55
Söngvarinn Mark Lanegan er látinn Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan, sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, er látinn, 57 ára að aldri. 23.2.2022 07:27
Gunnar Smári gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli Gunnar Smári Þorsteinsson hefur gefið kost á sér til formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Aðalfundur félagsins fer fram í vikunni eða dagana 23. til 25. febrúar. 22.2.2022 12:30
Hráolíuverð ekki verið hærra í sjö ár Olíuverð hefur farið hækkandi síðustu daga og vikur. Tunna af Brent-hráolíu kostar nú 97,44 Bandaríkjadali og hefur ekki verið dýrari í sjö ár. 22.2.2022 08:04
Kölluð út vegna alelda bíla í Kópavogi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að tilkynnt var um eld í bíl í hverfi 203 í Kópavogi um miðnætti. 22.2.2022 07:34
Sveitarfélög rekin með 6,4 milljarða halla á árinu Samantekt sem nær til 67 sveitarfélaga, þar sem í búa 99,9 prósent landsmanna, sýnir að þau verði rekin með 6,4 milljarða halla á yfirstandandi ári, eða sem nemur 1,5 prósent af tekjum. 22.2.2022 07:23
Eyjólfur sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Eyjólfur Gíslason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar. 15.2.2022 14:40