Andlát vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítalans af völdum Covid-19 í gær. 27.1.2022 10:12
Bein útsending: Janúarráðstefna Festu 2022 Janúarráðstefna Festu 2022 fer fram í dag milli klukkan 9 og 12 en um er að ræða stærsta árlega sjálfbærnivettvangur á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 27.1.2022 08:31
Segja Biden munu standa við loforð um að tilnefna svarta konu Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni standi við áður gefin loforð um að tilnefna svarta konu í stól hæstaréttardómara, nú þegar staða dómarans Stephen Breyer losnar í júní næstkomandi. 27.1.2022 07:53
Neitar að hafa verið góður vinur Ghislaine Maxwell Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum. 27.1.2022 07:00
Hlýrra loft á leiðinni svo úrkoma breytist í slyddu og rigningu Veðurstofan spáir suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu, éljum og hita í kringum frostmark í dag. Lengst af verður þó bjart, þurrt og frost núll til sex stig norðan- og austanlands. 27.1.2022 06:55
Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27.1.2022 06:32
Handtekinn eftir eftirför lögreglu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Garðabæ eftir eftirför skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Ökumaður bíls hafði þá ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu og hófst þá eftirför. 27.1.2022 06:09
Akureyrarvél Icelandair snúið við á miðri leið vegna „tæknilegs atriðis“ Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Akureyrar í morgun, var snúið við og flogið aftur til Reykjavíkur þegar vélin var rúmlega hálfnuð á leið sinni norður. 26.1.2022 12:10
Hrannar Bragi vill 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum og leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í handbolta, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 5. mars næstkomandi. 26.1.2022 10:49
1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26.1.2022 10:21