Færa keppnina um viku vegna faraldursins Ákveðið hefur verið að fresta öllum viðburðum Söngvakeppninnar 2022 á RÚV um eina viku eftir samráð við sóttvarnayfirvöld. Vonir standa enn til að hægt verði að selja inn á keppnina. 13.1.2022 15:32
Þuríður Helga hættir hjá Menningarfélagi Akureyrar Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Menningarfélags Akureyrar, hefur sagt starfi sínu lausu. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri félagsins í sex ár. 13.1.2022 13:23
Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent. 13.1.2022 12:58
Skipaður skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að skipa Jökul Heiðdal Úlfsson í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu ríkisins, sem fer með vinnuveitendahlutverk fyrir ríkið í heild. Skipunin er til fimm ára. 13.1.2022 11:10
Sýrlenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar. 13.1.2022 10:16
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum Covid-19. Um er að ræða fimmta andlátið vegna Covid-19 hérlendis á þessu ári, en alls hafa 43 nú látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 13.1.2022 09:59
Þak fauk af skúr í Ólafsvík Björgunarsveitarmenn í Ólafsvík á Snæfellsnesi voru kallaðir út á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar tilkynnt var um að þakplötur væru að fjúka af skúr í bænum. 13.1.2022 09:03
Bein útsending: Skattadagurinn 2022 Hinn árlegi Skattadagur Viðskiptaráðs, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins fer fram í dag og hefst dagskrá í beinu streymi klukkan 9. 13.1.2022 08:29
Íslenskur áhættureiknir hjálpar milljónum Bandaríkjamanna að koma í veg fyrir blindu Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum. 13.1.2022 07:44
Auður Perla Svansdóttir er látin Auður Perla Svansdóttir, matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, er látin, 52 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. 13.1.2022 07:17