Sinntu útköllum í Garði og í Norðfirði Björgunarsveitir þurftu að sinna tveimur útköllum í nótt, annars vegar í Garði á Suðurnesjum og svo í Norðfirði. Slæmt veður var víða um land í nótt. 12.1.2022 08:30
Ketill Sigurður vill eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí í vor. 12.1.2022 07:56
Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. 12.1.2022 07:45
Suðvestan hvassviðri með éljagangi og gular viðvaranir Það gengur í suðvestan hvassviðri eða storm með éljagangi í dag, en heldur hægari vindur og úrkomulítið á Austurlandi. Veðurstofan spáir hita um eða yfir frostmarki. 12.1.2022 07:09
„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11.1.2022 14:16
1.191 greindist innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11.1.2022 11:48
39 nú á Landspítala með Covid-19 39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19. 11.1.2022 09:53
Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. 11.1.2022 08:26
Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11.1.2022 07:55
Koma á útgöngubanni í fimm milljóna borg Kínversk yfirvöld hafa nú gripið til útgöngubanns í þriðju borginni í röð á stuttum tíma. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar í landinu og nú síðast voru það íbúar í Anyang í Henan-héraði sem þurftu að sætta sig við slíkar takmarkanir. 11.1.2022 07:32