„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6.1.2022 07:26
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5.1.2022 10:49
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5.1.2022 10:17
Ríkisstjórnin farin frá og lýst yfir neyðarástandi Kassym-Jomart Tokayev, forseti Kasakstans, hefur lýst yfir tveggja vikna neyðarástandi á ákveðnum svæðum í landinu í kjölfar mótmæla síðustu vikna. 5.1.2022 08:58
Agnieszka styður Ólöfu Helgu og vill aftur verða varaformaður Agnieszka Ewa Ziółkowska, formaður Eflingar, segist ekki ætla að bjóða sig fram til embættis formanns Eflingar. Hún lýsir yfir stuðningi við framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur og segist vilja starfa sem varaformaður félagsins. 5.1.2022 08:16
Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. 5.1.2022 07:39
Gengur í suðaustanstorm með talsverðri rigningu Lægðardrag gengur norðaustur yfir landið með morgninum og ber þar með sér hvassa suðaustanátt, slyddu eða rigningu sunnan og vestan til, en snjókomu inn til landsins. Í kvöld gengur svo í suðaustanstorm með talsverðri rigningu sunnantil. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út víða um land. 5.1.2022 07:14
Um fimm hundruð manns sagt upp í hópuppsögnum á síðasta ári Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2021. 4.1.2022 14:49
Sænsku konungshjónin með Covid-19 Karl Gústaf XVI, konungur Svíþjóðar, og Silvia drottning hafa bæði greinst með Covid-19. 4.1.2022 14:22
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4.1.2022 13:44