Jón tók Nönnu fram yfir Þorstein Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmann í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands frá 28. febrúar 2022. Hann hefur sömuleiðis skipað Nönnu Magnadóttur, formann úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 3. janúar 2022. 21.12.2021 12:59
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21.12.2021 11:01
Fjögur sóttu um embætti forstöðumanns Rannís Fjögur sóttu um embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands sem auglýst var til umsóknar á dögunum. 21.12.2021 10:46
Guðlaug Arnþrúður, Guðrún Anny og Hjalti til Landsbankans Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir, Guðrún Anny Hálfdánardóttir og Hjalti Harðarson hafa öll verið ráðin í stjórnendastöður hjá Landsbankanum. 21.12.2021 10:34
Jens úr fluginu og í landeldið Jens Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Geo Salmo, sem áformar uppbyggingu landeldis á laxi á Íslandi. 21.12.2021 09:30
Bryndís Ragna nýr markaðsstjóri Icewear Bryndís Ragna Hákonardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Icewear. 21.12.2021 09:12
Partners Group kaupir atNorth Alþjóðlega fjárfestingafélagið Partners Group hefur samið um kaup á hátæknifyrirtækinu atNorth sem rekur í dag þrjú gagnaver á Íslandi og í Svíþjóð. 21.12.2021 08:55
Þrír dauðadæmdir fangar teknir af lífi í Japan Þrír dauðadæmdir fangar hafa verið teknir af lífi í Japan og er um að ræða fyrstu aftökurnar í landinu frá í desember 2019. Japan er í hópi fárra iðnríka, auk Bandaríkjunum, þar sem enn er notast við dauðarefsingar. 21.12.2021 07:57
Austlægar áttir ríkjandi á stysta degi ársins Veðurstofan segir að austlægar áttir verði ríkjandi í dag, með strekkingi syðst og lengst af frostlausu veðri þar. Annars staðar verður hægari vindur og frystir um mest allt land eftir daginn í dag. 21.12.2021 07:16
Tekur við þróunarsviði Orkunnar Jóhanna Margrét Gísladóttir hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar, dótturfélags Skeljungs. 20.12.2021 09:59