Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 14:32 Húsnæði Nesbúeggs að Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Nesbúegg Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020. Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna. Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Starfsmaðurinn – kona sem hafði unnið á eggjabúinu í fimm ár fram að slysdegi – hafði fallið í hálku þegar hún var að fara út með rusl á vinnustaðnum. Við fallið hlaut hún kúlu á hnakkann, hálstognun og tognun á öxl og voru meiðslin síðar metin til læknisfræðilegrar örorku. Ágreiningurinn sneri að því hver bæri ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að konan rann til í hálkunni. Kalt var í veðri umræddan dag og kvaðst konan hafa gengið varlega þar sem hún hafi verið hrædd, en um tveir metrar voru milli útihurðarinnar og ruslagámsins. Dómari taldi að í ljósi þess að konan hafði margoft farið með rusl í ruslagáminn, á öllum árstímum, hafi henni mátt vera ljóst að það gæti verið hálka í umrætt sinn. Eins og atvikum var háttað, auk framburðar starfsmannsins sjálfs, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis starfsmannsins. Í dómnum segir að starfsmaðurinn hafi verið vanur að fara út með rusl í lok vinnudags og veðurfar hafði verið með sama móti dagana á undan. „Þá tók stefnandi sjálf ákvörðun um að fara út með rusl þennan dag og lýsti því fyrir dóminum að hún hafi verið óörugg þegar hún steig út slysdaginn og hafi dottið eftir um tvö skref. Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómnum. Bótaskylda vegna tjóns starfsmannsins verði því ekki lögð á stefndu og þau sýknuð. Starfsmaðurinn fékk gjafsókn í málinu og greiðist því málsvarnarlaun lögmanns stefnanda um ríkissjóði, alls tæplega milljón króna.
Dómsmál Vinnuslys Vogar Tryggingar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira