varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kaupir norskt öryggis­fyrir­tæki

Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.

Grípa ekki til að­gerða vegna deilna um „Zolo“

Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum.

35 ára vinstri­maður nýr for­seti Chile

Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast.

Hæg suð­vest­læg átt og sums staðar þoku­loft eða súld

Veðurstofan spáir fremur hægri suðvestlægri átt í dag þar sem víða mun létta til á Norður- og Austurlandi. Skýjað og sums staðar þokuloft eða súld suðvestantil á landinu. Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn.

Gerðu húsleit vegna rann­sóknar á sölu tveggja skipa Eim­skips

Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020.

Tveir grunaðir um að hafa stolið fjölda síma úr búnings­klefum

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni tvo karla á þrítugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 10. janúar, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fjölda þjófnaðarmála í umdæminu að undanförnu.

Sjá meira