Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20.12.2021 09:00
Kaupir norskt öryggisfyrirtæki Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni. 20.12.2021 08:26
Grípa ekki til aðgerða vegna deilna um „Zolo“ Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum. 20.12.2021 08:22
35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20.12.2021 07:45
Hæg suðvestlæg átt og sums staðar þokuloft eða súld Veðurstofan spáir fremur hægri suðvestlægri átt í dag þar sem víða mun létta til á Norður- og Austurlandi. Skýjað og sums staðar þokuloft eða súld suðvestantil á landinu. Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn. 20.12.2021 07:25
Jólahafurinn í Gävle varð eldi að bráð í nótt Jólageitin í sænska bænum Gävle brann til ösku í nótt. Karlmaður upp úr fertugu hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. 17.12.2021 08:51
Ógilda leyfi til stækkunar fiskeldis Laxa í Reyðarfirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi heimild til 10 þúsund tonna stækkunar á starfsemi Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. 16.12.2021 15:00
Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16.12.2021 14:13
Tveir grunaðir um að hafa stolið fjölda síma úr búningsklefum Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni tvo karla á þrítugsaldri í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 10. janúar, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fjölda þjófnaðarmála í umdæminu að undanförnu. 16.12.2021 14:03
Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16.12.2021 13:41