Handteknir vegna gruns um að hafa stýrt skipinu ölvaðir Tveir hafa verið handteknir í tengslum við sjóslysið í Eystrasalti í gær þar sem danskt og breskt flutningaskip rákust saman norðaustur af Borgundarhólmi aðfararnótt mánudagsins. Einn hefur fundist látinn og er annars enn saknað. 14.12.2021 08:34
380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14.12.2021 07:43
Mjótt á munum hvort úrkoman falli í föstu eða fljótandi formi Spáð er suðvestlægri átt í dag og skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert. Fyrir norðan byrjar dagurinn á austan strekkingi og snjókomu eða slyddu en fljótlega eftir hádegi snýst einnig í suðvestlæga átt þar og rofar til, einkum á Norðausturlandi. 14.12.2021 07:10
Hafa loks náð saman um níu mánuði eftir kosningar Hollensku stjórnmálaflokkarnir sem hafa starfað saman í stjórn frá árinu 2017 hafa loks náð saman um framhald stjórnarsamstarfsins, um níu mánuði eftir þingkosningarnar. Samkomulagið gerir það að verkum að forsætisráðherrann Mark Rutte mun stýra landinu sitt fjórða kjörtímabil. 13.12.2021 21:00
Ice Fish Farm kaupir allt hlutafé í Löxum Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna. 13.12.2021 20:40
Gróa Björg hættir hjá Skeljungi Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála hjá Skeljungi, hefur sagt starfi sínu lausu. 13.12.2021 20:22
Heimila heimsóknir á ný Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að rýmka heimsóknarreglur á spítalanum en frá og með miðvikudeginum næsta, 15. desember, verða heimsóknir leyfðar á spítalanum á ný. 13.12.2021 14:31
Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13.12.2021 14:02
Tekur við starfi skólastjóra Hólabrekkuskóla Lovísa Guðrún Ólafsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. 13.12.2021 13:38
Elon Musk manneskja ársins hjá tímaritinu Time Athafnamaðurinn og auðjöfurinn Elon Musk hefur verið valinn „manneskja ársins“ af bandaríska tímaritinu Time. 13.12.2021 13:23