Iðkendur í Hlíðaskóla þurfi neikvætt sýni til að æfa hjá Val Barna og unglingasvið íþróttafélagsins Vals í Reykjavík hefur biðlað til foreldra barna sem æfa hjá félaginu að senda iðkendur, sem einnig stunda nám í Hlíðaskóla, ekki til æfinga að Hlíðarenda fyrr en neikvæð niðurstaða úr COVID-prófi liggur fyrir. 6.12.2021 11:56
Grænlendingar herða aðgerðir Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag. 6.12.2021 11:21
Fjögurra manna fjölskylda talin af eftir eldsvoða í Noregi Fjórir eru taldir af eftir að mikill eldur kom upp í húsi í Svelvik, suðvestur af norsku höfuðborginni Osló í nótt. Par með tvö börn voru skráð til heimilis í húsinu og er talið að þau hafi farist í brunanum. 6.12.2021 10:52
101 greindist innanlands 101 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þeim 101 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 39 prósent. 62 voru utan sóttkvíar, eða 61 prósent. 6.12.2021 10:00
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6.12.2021 08:09
Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6.12.2021 07:28
Rólegra veður í kortunum eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins Mun rólegra veður er í kortunum í dag eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins. Er útlit fyrir breytilega átt í dag, yfirleitt á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. 6.12.2021 07:09
Fyrrverandi hermaður næsti kanslari Austurríkis Austurríski stjórnarflokkurinn Þjóðarflokkurinn, ÖVP, valdi í morgun innanríkisráðherrann Karl Nehammer sem nýjan formann. Sem slíkur mun hann taka við embætti kanslara landsins. 3.12.2021 12:47
Samþykkja að hefja formlegar sameiningarviðræður Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hafa nú báðar samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. 3.12.2021 11:28
Norwegian og SAS taka aftur upp grímuskyldu Norrænu flugfélögin Norwegian og SAS hafa bæði ákveðið að taka upp grímuskyldu um borð í flugvélum sínum á nýjan leik 3.12.2021 08:50