Hreinn ráðinn aðstoðarmaður Jóns Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. 1.12.2021 12:41
Gunnlaugur Bragi tekur aftur við formennsku Hinsegin daga Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Þá var ný stjórn kosin. 1.12.2021 10:54
Vatnshæð í Gígjukvísl hækkað um einn metra Vatnhæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra frá í síðustu viku og þá hefur íshellan í Grímsvötnum lækkað um heila tíu metra. Sérfræðingar Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskólans gera nú ráð yfir að Grímavatnahlaup nái hámarki um helgina. 1.12.2021 10:47
140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1.12.2021 10:30
Verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta í Hondúras Xiomara Castro mun taka við embætti forseta Mið-Ameríkuríkisins Hondúras. Stjórnarflokkurinn í landinu hefur þegar lýst yfir ósigri í forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. 1.12.2021 09:02
Fær engar bætur eftir að fimm lítrar af ólífuolíu skemmdu flugfarangurinn Samgöngustofa hefur hafnað kröfum manns um skaðabætur úr hendi flugfélagsins Wizz Air vegna tjóns sem varð á innrituðum farangri hans í flugi eftir að ílát, sem geymdi fimm lítra af ólífuolíu, sprakk og olli tjóni á fatnaði, raftækjum og fleiru í töskunni. 1.12.2021 07:57
Sextán stiga frost á Hellu í nótt og áfram kalt Reikna má með norðlægri átt í dag en norðan- og norðvestan kalda austast fram á kvöld. Dálítil él norðaustantil á landinu þar til síðdegis. 1.12.2021 07:12
Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. 30.11.2021 15:09
Controlant hlýtur Útflutningsverðlaun forsetans og Baltasar heiðraður Fyrirtækið Controlant hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2021. Þá hlaut leikstjórinn Baltasar Kormákur heiðursviðurkenningu fyrir eftirtektarverð störf á erlendri grundu. 30.11.2021 15:00
Jóhann beið lægri hlut en sleppur við lögfræðikostnað í Saknaðarmáli Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason beið lægri hlut í höfundarréttarmáli sínu gegn norska tónlistarmanninum Rolf Løvland og bandarísku tónlistarrisunum Universal, Warner og Peer Music. Hann mun þó ekki þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði stefnda vegna málsóknarinnar. 30.11.2021 14:06