Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. 29.11.2021 12:59
Fjöldi sjálfsvíga fyrri hluta árs svipaður og síðustu ár Fjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði ársins 2021 var sautján, eða 4,6 á hverja 100.000 íbúa. Er fjöldinn svipaður og verið hefur síðustu ár, en meðalfjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði áranna 2016 til 2020 var átján, eða 5,1 á hverja 100.000 íbúa. 29.11.2021 12:47
95 greindust innanlands 95 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 95 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent. 29.11.2021 11:03
Ráðin deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar hjá Distica Oddný Sófusdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar hjá Distica og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hun tekur við starfinu af Birgi Hrafn Hafsteinssyni, sem gengt hefur starfinu frá upphafi árs 2017. 29.11.2021 10:14
Fótboltakempa og matarbloggari söðlar um innan Alvotech Helena Sævarsdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra í lyfjaframleiðslu (e. Head of Drug Production) hjá líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech, auk þess að taka sæti í stýrihópi tækni- og framleiðslusviðs, þar sem hún mun leiða hóp sérfræðinga í að tryggja innleiðingu framleiðsluferla. 29.11.2021 09:05
Yrði „algjört reiðarslag fyrir heilbrigðiskerfið og okkur öll“ að leyfa veirunni að ganga óáreittri „Þetta er að mjakast niður sýnist mér. Helgin var svo sem ágæt. Það voru þarna 130 sem greindust innanlands á föstudaginn en svo er þetta búið að vera undir hundrað á laugardaginn og í gær.“ 29.11.2021 08:47
Íshellan nú lækkað 4,2 metra en ekkert bólar á hlaupi Íshellan í Grímsvötnum hefur nú lækkað um 4,2 metra síðan á miðvikudag, en ekkert bólar þó enn á hlaupi í Gígjukvísl. 29.11.2021 07:40
Óli Björn og Ingibjörg nýir þingflokksformenn Óli Björn Kárason þingmaður var í gær gerður að þingflokksformanni Sjálfstæðisflokknum og Ingibjörg Ólöf Isaksen var gerð að formanni þingflokks Framsóknarflokksins. 29.11.2021 07:26
Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis Veðurstofan gerir ráð fyrir svalara veðri í dag en í gær. Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis og mun úrkoman við suður- og vesturströndina vera snjókoma eða slydda, en það gæti rignt á stöku stað með hita um frostmark. 29.11.2021 07:06
Endurreisn Laxabakka við Sog hafin og stefnt að opnun menningarseturs Endurbygging bæjarins Laxabakka við sunnanvert Sog er hafin og er stefnt að því að þar verði starfrækt menningarsetur þegar bærinn verður kominn í upprunalega mynd, líklega næsta sumar. 27.11.2021 09:00