varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Magda­lena Anders­son for­sætis­ráð­herra aftur á ný

Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn.

Fjöldi sjálfs­víga fyrri hluta árs svipaður og síðustu ár

Fjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði ársins 2021 var sautján, eða 4,6 á hverja 100.000 íbúa. Er fjöldinn svipaður og verið hefur síðustu ár, en meðalfjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði áranna 2016 til 2020 var átján, eða 5,1 á hverja 100.000 íbúa.

95 greindust innan­lands

95 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 95 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Fót­bolta­kempa og matar­bloggari söðlar um innan Al­vot­ech

Helena Sævarsdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra í lyfjaframleiðslu (e. Head of Drug Production) hjá líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech, auk þess að taka sæti í stýrihópi tækni- og framleiðslusviðs, þar sem hún mun leiða hóp sérfræðinga í að tryggja innleiðingu framleiðsluferla.

Úr­komu­bakki kemur inn á land síð­degis

Veðurstofan gerir ráð fyrir svalara veðri í dag en í gær. Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis og mun úrkoman við suður- og vesturströndina vera snjókoma eða slydda, en það gæti rignt á stöku stað með hita um frostmark.

Sjá meira