Flugmaður sakaður um morð á tveimur Áströlum í gæsluvarðhald Flugmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna morða á eldri manni og eldri konu sem voru á tjaldferðalagi í Ástralíu og hurfu sporlaust fyrir tæpum tveimur árum. 26.11.2021 08:07
Frakkar aflýsa flóttamannafundi með Bretum vegna bréfs Johnsons Innanríkisráðherra Frakka hefur aflýst fyrirhuguðum fundi með kollega sínum frá Bretlandi þar sem ræða átti flóttamannamálin á Ermarsundi. Ástæðan mun vera bréf sem Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sendi Emmanuel Macron Frakklandsforseta þar sem þess er krafist að Frakkar taki aftur við því fólki sem kemst yfir Ermarsundið til Bretlands. 26.11.2021 07:57
Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26.11.2021 07:40
Tvö veðrakerfi mynda öflugan vindstreng á austurhluta landsins Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og kröpp lægð skammt austur af landi mynda öflugan vindstrengur á austurhluta landsins. Því gengur á með norðvestanstormi eða -roki á sunnanverðum Austfjörðum og undir Vatnajökli. 26.11.2021 07:09
Tilnefnir Andersson á nýjan leik Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag. 25.11.2021 14:41
Hólmgrímur nýr formaður Félags löggiltra endurskoðenda Hólmgrímur Bjarnason, endurskoðandi hjá Deloitte, var kjörinn nýr formaður Félags löggiltra endurskoðenda á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrr í mánuðinum. 25.11.2021 14:17
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á áttræðisaldri, sem greinst hafði með Covid-19, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fyrr í vikunni. 25.11.2021 11:36
135 greindust innanlands 135 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 135 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 63 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 25.11.2021 10:40
Persónuvernd sektar ráðuneyti og YAY um milljónir vegna Ferðagjafarinnar Persónuvernd hefur sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um 7,5 milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. 25.11.2021 10:29
Íshellan sigið um 25 sentimetra frá í gærmorgun Sighraði á íshellunni í Grímsvötnum hefur haldist nokkuð jafn í nótt. GPS-mælir Veðurstofunnar sýnir að hellan hafi sigið um 25 sentimetra frá því um klukkan 10 í gærmorgun. 25.11.2021 09:42