Þrír taldir af eftir flugslys í Noregi Þrír eru taldir hafa látið lífið þegar lítil flugvél hrapaði til jarðar fyrir utan bæinn Larvik í Noregi í morgun. 23.11.2021 11:50
Hrista upp í skipulagi Icelandair Group til að bregðast við breyttri heimsmynd Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi Icelandair Group þar sem markmiðið að vera með enn skýrari áherslu á stefnu félagsins þegar kemur að sjálfbærum vexti, stafrænni umbreytingu og áherslu á upplifun viðskiptavina. 23.11.2021 11:02
194 greindust innanlands 194 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta er næsthæsti fjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var 206 þann 15. nóvember síðastliðinn. 23.11.2021 10:17
Gular viðvaranir vegna norðan hríðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna norðan hríðar sem skellur á landið í kvöld. 23.11.2021 10:09
Ein ötulasta baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks á Norðurlöndum látin Hin norska Kim Friele, ein ötulasta baráttukonan fyrir réttindum hinsegin fólks á Norðurlöndum, er látin, 86 ára að aldri. 23.11.2021 08:37
Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23.11.2021 07:52
Fyrrverandi forseti Suður-Kóreu er látinn Chun Doo-hwan, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, lést í morgun, níutíu ára að aldri. 23.11.2021 07:33
Vaxandi norðanátt í kvöld og stormur norðantil í nótt Spáð er fremur hægum vindi í dag, en norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu norðvestantil. Víða verður él á landinu og hiti nálægt frostmarki. 23.11.2021 07:08
Biden vill Powell áfram sem seðlabankastjóra Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Jerome Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna til að gegna embættinu annað skipunartímabil. 22.11.2021 14:59
Von á þremur bókum til viðbótar um Lisbeth Salander Sænski bókaútgefandinn Polaris hefur tilkynnt að von sé á þremur bókum til viðbótar um Lisbeth Salander og blaðamanninn Mikael Blomkvist í Millenium-seríunni sem höfundurinn Stieg Larsson skapaði. 22.11.2021 14:20