Bein útsending: Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í Hörpu í dag milli níu og hálf tólf og er yfirskrift fundarins „Framtíðarsýn og næstu skref“. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi. 19.11.2021 08:31
Hættir við boðaðar breytingar á landbúnaðarkerfinu eftir mótmæli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur tilkynnt að hann hafi dregið þrjú lagafrumvörp til baka – frumvörp sem ætlað var að gera róttækar breytingar á landbúnaðarkerfi landsins. Hörð mótmæli hafa staðið í landinu vegna boðaðra breytinga í um ár. 19.11.2021 08:17
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19.11.2021 07:41
Skúrir, él og hiti allvíða í kringum frostmark Veðurstofan spáir suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu með skúrum eða éljum, en austanlands rofar hins vegar til og verður þurrt. 19.11.2021 07:11
Lífstíðarfangelsi fyrir hnífaárásir í Birmingham Dómstóll í Birmingham í Bretlandi hefur dæmt 28 ára karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir hnífárás á fjórum stöðum í borginni í september á síðasta ári. 23 ára karlmaður lést og sjö til viðbótar særðust í árásinni. 18.11.2021 14:33
Fjórir á gjörgæsludeild vegna Covid-19 og allir í öndunarvél Allir þeir fjórir sem nú eru á gjörgæsludeild vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 18.11.2021 13:54
Dæmdur fyrir að vista og dreifa mynd af brjósti fyrrverandi sambýliskonu Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir að hafa vistað mynd af brjósti konunnar og dreift sömu mynd á Snapchat og á netinu. 18.11.2021 13:12
Tekur við starfi sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá dk hugbúnaði Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá dk hugbúnaði. 18.11.2021 11:23
Fara inn í næsta sumar með fimm vélar Flugfélagið Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann China Aircraft Leasing Company (CALC) um leigu á tveimur A320neo flugvélum. 18.11.2021 10:33
126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18.11.2021 09:21