Dæmdur fyrir að vista og dreifa mynd af brjósti fyrrverandi sambýliskonu Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2021 13:12 Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir að hafa vistað mynd af brjósti konunnar og dreift sömu mynd á Snapchat og á netinu. Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur, en konan fór fram á greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi á sambandstímanum, sem stóð frá nóvember 2017 til september 2018, vistað mynd í símann sinn sem konan hafði sent honum á samskiptamiðlinum Snapchat og sýndi annað brjóst konunnar. Þá hafi maðurinn, í desember 2018, eða eftir að sambandi þeirra lauk, sett umrædda mynd inn á ónefnda vefsíðu með skilaboðunum: „Eitthver með fleiri ?, Hún sendir ef þú biður um.“ Maðurinn hafi svo í júlí 2019 einnig sent myndina á þriðja aðila í gegnum Snapchat. Braut gróflega gegn trúnaði konunnar Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að með brotum sínum hafi maðurinn brotið gróflega gegn trúnaði konunnar. „Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu. Einnig ber að taka fram að mál þetta hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða tvo þriðju af samtals rúmlega 1,1 milljón króna upphæð vegna þóknunar og ferðakostnaðar skipaðs verjenda og þóknunar til réttargæslumanns konunnar. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur, en konan fór fram á greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi á sambandstímanum, sem stóð frá nóvember 2017 til september 2018, vistað mynd í símann sinn sem konan hafði sent honum á samskiptamiðlinum Snapchat og sýndi annað brjóst konunnar. Þá hafi maðurinn, í desember 2018, eða eftir að sambandi þeirra lauk, sett umrædda mynd inn á ónefnda vefsíðu með skilaboðunum: „Eitthver með fleiri ?, Hún sendir ef þú biður um.“ Maðurinn hafi svo í júlí 2019 einnig sent myndina á þriðja aðila í gegnum Snapchat. Braut gróflega gegn trúnaði konunnar Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að með brotum sínum hafi maðurinn brotið gróflega gegn trúnaði konunnar. „Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu. Einnig ber að taka fram að mál þetta hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða tvo þriðju af samtals rúmlega 1,1 milljón króna upphæð vegna þóknunar og ferðakostnaðar skipaðs verjenda og þóknunar til réttargæslumanns konunnar. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31