Dregur úr lestri karla og fjölgar í hópi þeirra sem lesa ekkert Ný lestrarkönnun leiðir í ljós að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði og hafa tveir þriðju hlutar þjóðarinnar gefið einhverjum bók á árinu. Tölurnar sýna að landsmenn hafa mikinn áhuga á bóklestri og lestur er almennt mikill. Hins vegar sé umhugsunarefni að sá hópur, sem les lítið sem ekkert, fari stækkandi. 16.11.2021 08:08
Tíu nú látnir af völdum Covid-19 í Færeyjum Tíu hafa nú látist af völdum Covid-19 í Færeyjum frá upphafi heimsfaraldursins. Færeysk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gær að tveir hafi látist af völdum Covid-19 á sunnudag. 16.11.2021 07:42
Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16.11.2021 07:31
Vindur blæs úr ýmsum áttum á næstu dögum Á næstu dögum verða lægðir nærri landinu eða yfir því og mun því vindur blása úr ýmsum áttum af mismunandi styrk og úrkoma með köflum fylgja með. Veðrið getur sömuleiðis verið mjög mismunandi milli landshluta. 16.11.2021 07:04
Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. 15.11.2021 14:29
Metsöluhöfundurinn Wilbur Smith er látinn Suður-afríski metsöluhöfundurinn Wilbur Smith er látinn, 88 ára að aldri. Útgefandi Smith segir hann hafa andast á heimili sínu í Höfðaborg á laugardag. 15.11.2021 13:33
MMR: Fylgi Vinstri grænna eykst og Framsóknar dregst saman milli mælinga Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,2 prósent og mælist flokkurinn sem fyrr stærstur samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi flokksins er nær óbreytt frá síðustu fylgismælingu og rúmum tveimur prósentustigum minna en við síðustu Alþingiskosningar. 15.11.2021 13:22
Tveir lögreglumenn slasaðir eftir árás á geðdeild Tveir lögreglumenn slösuðust og þurftu að leita á slysadeild Landspítala eftir að maður réðst á þá inni á geðdeild Landspítalans við Hringbraut í morgun. 15.11.2021 11:37
Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15.11.2021 11:32
152 greindust innanlands 152 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 71 af þeim 152 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 73 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 22 liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19 smits og fjölgar um fimm milli daga. 15.11.2021 10:00