Flokkur Kishida náði hreinum meirihluta Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir sigri eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann mikinn sigur og tryggði sér hreinan meirihluta á þingi. 1.11.2021 12:18
„Vax“ orð ársins hjá Oxford-orðabókinni Orðið „vax“ er orð ársins 2021 samkvæmt Oxford Languages sem gefur út Oxford-orðabókina, Oxford English Dictionary. 1.11.2021 07:47
Norðlæg átt og hiti um eða yfir forstmarki Lægðargangur er nú austur af landinu og því norðlæg átt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu en heldur hvassara austast. 1.11.2021 07:08
Leiðrétting frá Þórólfi: Níu fullbólusett börn greinst með Covid-19 Níu af rúmlega 12 þúsund fullbólusettum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára hafa greinst með Covid-19, eða 0,07 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu og leiðréttir þar með upplýsingar sem bárust frá heilbrigðisráðuneytinu fyrr í vikunni þar sem sagði að ekkert barn í umræddum hópi hafi greinst með Covid-19. 29.10.2021 12:58
Sagði fullar vínflöskur af amfetamíni óvæntan vinning í skemmtun á Spáni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til innflutnings á um rúmum einum og hálfum lítra af amfetamínbasa ætluðum til söludreifingar hér á landi. Efnið flutti maðurinn, Friðrik Hansson, með flugi frá Barcelona til Keflavíkurflugvallar í mars 2019. 29.10.2021 11:01
78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. 29.10.2021 10:20
Frá Arion banka til Creditinfo Vilhjálmur Þór Svansson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo á Íslandi. Vilhjálmur Þór kemur til Creditinfo frá Arion banka þar sem hann hefur starfað frá árinu 2011. 29.10.2021 10:17
Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Guðný Halla Hauksdóttir, Hákon Davíð Halldórsson og Jóhann Valur Sævarsson hafa verið ráðin til Icelandair sem nýja stjórnendur til að efla enn frekar þjónustu við farþega sem og stafræna þróun. 29.10.2021 09:34
Einungis einn getur nú vitjað sjúklings á dag Landspítalinn hefur ákveðið að herða heimsóknarreglur á spítalanum enn frekar vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29.10.2021 08:39
Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfsævisögu Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn. 29.10.2021 08:16