Segir álagið mikið á meðan málahalinn er unninn upp í Landsrétti Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélagsins, segir gríðarlegt álag nú vera á lögmönnum sem séu með mál í áfrýjun í Landsrétti á meðan unninn er upp sá málahali sem safnaðist upp í réttinum vegna þeirrar dómaraeklu sem ríkti í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. 28.10.2021 07:43
Úrkoma víða um land og mest á Norðvesturlandi Spáð er vaxandi norðaustan- og austanátt í dag, víða kalda eða stinningskalda og rigningu eða skúrum eftir hádegi, en þrettán til átján metrum á sekúndu á norðvestanverðu landinu. 28.10.2021 07:13
Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks virkjuð á ný Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks hefur verið virkjuð á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Um sé að ræða nauðsynlegt viðbragð til að mæta mönnunarvanda sem skapast geti vegna veikinda eða tímabundinnar sóttkvíar heilbrigðisstarfsfólks, komi smit upp á heilbrigðisstofnunum. 27.10.2021 14:09
Fylgifiskar yfirgefa Borgartúnið og stefnt að opnun Krónunnar Fylgifiskar munu loka verslun sinni í Borgartúni 26 í byrjun næsta mánaðar og þá er stefnt að opnun Krónuverslunar í sama og aðliggjandi rýmum. Stefnt er að opnun Krónunnar í Borgartúni í byrjun næsta árs. 27.10.2021 11:50
Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. 27.10.2021 10:21
Ríkarður Örn Pálsson fallinn frá Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, er látinn, 75 ára að aldri. 27.10.2021 08:41
Leita að nýju húsnæði fyrir Vínbúð í miðborginni Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur auglýst eftir leiguhúsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslun sem ætlað er að koma í stað þeirrar sem er til húsa í Austurstræti. 27.10.2021 07:46
Fimm starfsmenn FSu hafa greinst og skólanum lokað Fjölbrautaskóli Suðurlands verður lokaður í dag vegna kórónuveirusmita meðal starfsfólks skólans. Fimm starfsmenn skólans og að minnsta kosti einn nemandi hafa greinst með veiruna. 27.10.2021 07:28
Víða rigning en úrkomulítið suðvestantil Veðurstofan spáir norðaustan tíu til átján metrum á sekúndu í dag, en hægari vindi og úrkomulitlu veðri sunnan heiða. 27.10.2021 07:11
Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26.10.2021 14:38