Fyrsta konan til að gegna embætti þingforseta Þýskalands í 23 ár Þýska þingið samþykkti í dag að Jafnaðarmaðurinn Bärbel Bas taki við embætti þingforseta. Hin 53 ára Bas tekur við embættinu af kristilega demókratanum og fjármálaráðherranum fyrrverandi, hinum 79 ára Wolfgang Schäuble. 26.10.2021 14:01
Ráðinn sem lögfræðingur sameinaðs sveitarfélags Tryggvi Þórhallsson lögmaður hefur verið ráðinn sem lögfræðingur hjá Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Sveitarfélögin sameinast formlega í lok maí á næsta ári. 26.10.2021 13:28
Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26.10.2021 13:10
Brynja ráðin forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi Brynja Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi. 26.10.2021 11:31
Áttatíu greindust með Covid-19 í gær Áttaíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 32 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 48 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent. 26.10.2021 11:22
Tíu skotum skotið að rapparanum Einár Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður. 26.10.2021 11:11
Engin merki um skotsár á dauðu hrossunum í Landeyjum Ekki voru nein merki um skot eða skotsár á tveimur dauðum hrossum sem fundust í beitarhaga í Landeyjum í gær. 26.10.2021 10:37
Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. 26.10.2021 10:07
Fjögurra ára neyðarástandi loks aflétt í Egyptalandi Stjórnvöld í Egyptalandi hafa loks aflétt því neyðarástandi sem hefur verið í gildi í landinu í fjögur ár. Neyðarástandi var lýst yfir eftir hryðjuverkaárásir á tvær koptískar kirkjur í landinu árið 2017. 26.10.2021 09:26
Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni. 26.10.2021 08:40