Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26.10.2021 07:52
Giftist almúgamanni og missti um leið konunglega tign sína Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar. 26.10.2021 07:40
Gular viðvaranir sunnanlands vegna hvassviðris í dag Nú í morgunsárið verður frekar bjart og kalt með hægum vindum á norðanverðu landinu. Fyrir sunnan er hins vegar austangola, skýjað að mestu og er hitinn kominn yfir frostmark. Gular viðvaranir taka gildi um hádegisbil á sunnanverðu landinu. 26.10.2021 07:10
Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. 26.10.2021 07:01
Iðnaðarmenn vilja festa Allir vinna í sessi Samiðn, samband iðnfélaga, hefur hvatt stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Stjórnvöld útvíkkuðu átakið í kórónuveirufaraldrinum og felst það í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Átakið mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót. 25.10.2021 14:15
Féll tvo metra í Raufarhólshelli og missti meðvitund Leiðsögumaður sem var á ferð með hópi ferðamanna í Raufarhólshelli missti meðvitund eftir að hafa fallið niður af palli í hellinum síðasta föstudag. 25.10.2021 13:24
Gular viðvaranir vegna komandi storms á Suðurlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna stormsins sem skellur á landið á morgun. 25.10.2021 10:31
Viðbúnaður um helgina vegna bilunar í hreyfli breskrar herflugvélar Gult óvissustig var sett í gang á Keflavíkurflugvelli um helgina þegar bresk herflugvél sendi neyðarboð vegna bilunar í hreyfli. 25.10.2021 08:46
Mikið óveður herjar á íbúa vesturstrandar Bandaríkjanna Mikið óveður hefur herjað á íbúa vesturstrandar Bandaríkjanna síðustu daga og stefnir nú suðurhluta Kaliforníu. Flætt hefur yfir vegi, tré hafa rifnað upp með rótum og aurskriður fallið, meðal annars á svæðum í norðurhluta ríkisins sem brunnu nýverið vegna mikilla þurrka. 25.10.2021 08:03
Óttast að þrennt hafi farið fram af fimmtán metra háum fossi Mikil leit stendur nú yfir að þremur einstaklingum – tveimur körlum og einni konu – sem týndust í Noregi í gærkvöldi. 25.10.2021 07:52