Bein útsending: Opnunarhátíð stærsta jarðhitaviðburðar heims í Hörpu Opnunarhátíð jarðhitaráðstefnunnar World Geothermal Congress (WGC) fer fram í Hörpu í Reykjavík milli klukkan 8:20 og 10 í dag. Um tvö þúsund gestir eru skráðir á ráðstefnuna. 25.10.2021 07:51
Hvassviðri á Vestfjörðum í dag og stormur á Suðurlandi á morgun Tvær minniháttar lægðir hringsóla nú út af Norður- og Austurlandi og úrkomukerfi þeim tengd hreyfast yfir landið. 25.10.2021 07:07
Bein útsending: Dagur verkfræðinnar haldinn í sjötta sinn Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjötta sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra og kynninga verða í boði í þremur opnum fundasölum en dagskráin hefst klukkan 13. Hægt verður að fylgjast með útsendingum í spilurum að neðan. 22.10.2021 12:32
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22.10.2021 10:45
66 greindust innanlands í gær 66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 24 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 22.10.2021 10:13
Stálu tveimur 170 þúsund króna úlpum úr verslun Bláa lónsins Lögregla á Suðurnesjum var kölluð út fyrr í vikunni þegar tilkynnt var um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. 22.10.2021 09:06
Sjötíu send heim vegna smits í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni Senda þurfti sjötíu nemendur í níunda bekk grunnskóla heim úr Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni í gær eftir að nemandi í búðunum greindist með Covid-19. 22.10.2021 09:00
Ekki tilefni til aðgerða vegna deilu um auðkennið Norðurhús Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í deilu tveggja félaga um notkun á auðkenninu Norðurhús á vefsíðunni nordurhus.is og á Facebook-síðunni facebook.com/nordurhus. 22.10.2021 08:46
Drottningin varði nótt á sjúkrahúsi Elísabet II Bretadrottning varði aðfaranótt gærdagsins á sjúkrahúsi í London en hún er komin aftur til Windsor-kastala. 22.10.2021 07:52
Hægt vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri Landsmenn mega reikna með hægt vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri þar sem muni fari að rigna sunnan- og vestanlands. Allhvass eða hvass vindur þar seinnipartinn, en mun hægari fyrir norðan og austan og þurrt norðaustantil fram á kvöld. 22.10.2021 07:24