Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22.10.2021 07:07
Nútímavæðing og velsæld þjóðarinnar hafi ætíð byggt á samskiptum við útlönd Nútímavæðing Íslands og velsæld Íslendinga á hverjum tíma fyrir sig í sögunni, hefur fyrst og fremst á byggt á samskiptum Íslands við útlönd. 21.10.2021 07:00
Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20.10.2021 20:00
Áfram grímuskylda á Landspítala þrátt fyrir afléttingar Farsóttanefnd Landspítalans telur ekki tímabært að aflétta takmörkunum á spítalanum þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að slaka á takmörkunum í samfélaginu með breytingum á reglugerð. 20.10.2021 14:15
Leggja til verulega fækkun presta á landsbyggðinni Tillaga um fækkun stöðugilda presta hjá Þjóðkirkjunni um 10,5 verður lögð fyrir kirkjuþing sem fram fer í um helgina og í byrjun næstu viku. Flest stöðugildin sem lagt er til að verði aflögð eru á landsbyggðinni. Samkvæmt tillögum verða stöðugildi presta á landinu þá alls 134,7 og fækkar þeim um 10,5. 20.10.2021 13:48
Þau sækja um stöðu upplýsingafulltrúa Heilsugæslunnar Níu hafa sótt um stöðu upplýsingafulltrúa Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem auglýst var laus til umsóknar í lok ágústmánaðar. 20.10.2021 13:47
Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. 20.10.2021 13:16
Ræddu gang stjórnarmyndunarviðræðna Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, áttu fund á Bessastöðum í morgun þar sem rætt var um gang viðræðna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi samstarf. 20.10.2021 11:34
Tilkynnti um fjögurra vikna útgöngubann og bað bólusetta afsökunar Forsætisráðherra Lettlands tilkynnti á mánudag um fjögurra vikna útgöngubann vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu síðustu daga. Á sama tíma bað hann bólusetta landsmenn afsökunar á að þurfa að grípa til þessara aðgerða, en bólusetningarhlutfall í Lettlandi er eitt það lægsta í ríkjum ESB. 20.10.2021 10:53
66 greindust með kórónuveiruna í gær 66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 38 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 58 prósent. 28 voru utan sóttkvíar, eða 42 prósent. 20.10.2021 10:45