Nútímavæðing og velsæld þjóðarinnar hafi ætíð byggt á samskiptum við útlönd Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2021 07:00 Baldur Þórhallsson segir að horft hafi verið of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. Það hafi gefið skakka mynd af mikilvægi samskipta Íslands við önnur ríki. Vísir/Vilhelm Nútímavæðing Íslands og velsæld Íslendinga á hverjum tíma fyrir sig í sögunni, hefur fyrst og fremst á byggt á samskiptum Íslands við útlönd. Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. „Samskiptin við útlönd skipta alveg gríðarlega miklu máli. Nútímavæðingin kemur að utan og það er ekki bara að viðskiptin skipti máli, heldur líka hin samfélagslegu samskipti. Að við náum að verða þiggjendur nýjustu strauma og stefna í alþjóðakerfinu á hverjum tíma fyrir sig.“ Málþing um nýja bók Baldurs um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldis verður haldið í Þjóðminjasafninu klukkan 16 í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti mun opna málþingið. Mikilvægi alþjóðasamskipta vanmetið Baldur segir bókina snúast um hvort að við Íslendingar höfum vanmetið mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Það sem við erum að skoða er hvaða áhrif samskiptin við útlendinga hafa haft á samfélagsþróunina og síðan en ekki síst hvort Íslendingar hafi borið skarðan hlut frá borði í samskiptum sínum við útlendinga eða hvort það hafi orðið ávinningur af þessum samskiptum.“ Baldur segir að í gegnum árin hafi verið horft of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. „Mér finnst þessa tengingu hafa vantað. Líka það að við einblínum of mikið á hvar hið formlega vald hefur legið, hvort sem það hefur verið í Noregi, Danmörku, Íslandi eða Washington. Við viljum skoða þetta í miklu víðara samhengi – hin pólitísku samskipti, en líka efnahagsleg, menningarleg og samfélagsleg samskipti. Allir þessir þættir finnst okkur jafn mikilvægir. Það mætti gera meira af því, bæði í stjórnmálafræði og í okkar umræðu, að líta á alþjóðasamskipti í þessu víða samhengi.“ Hann segir að lítil samfélög þurfi að gæta sérstaklega vel að því að nýjustu straumar og stefnur, nýjasta tækni og vísindi, nái inn fyrir landsteinana. „Annars er hætta á að lítil samfélög staðni.“ Skortur á umræðu um alþjóða- og utanríkismál „alvarlegur“ Baldur segist hafa unnið að rannsókninni með hléum frá árinu 2008. Mesta vinnan hafi átt sér stað á árunum 2012 til 2018. Hann vann að rannsókninni með þáverandi nemendum sínum – þeim Tómasi Joensen, Þorsteini Kristinssyni og Sverri Steinssyni – og eru þeir höfundar að mismunandi köflum í bókinni. Baldur segist vona að bókin nái að varpa nýju ljósi á mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Að við förum að líta á alþjóðasamskipti ekki bara út frá því hvort valdið liggi í Reykjavík, Brussel eða Washington, heldur að við förum líka að horfa líka á mikilvægi menningarlegra og samfélagslegra samskipta, viðskipta og efnahagstengsla, sem og diplómatískra tengsla.“ Vonandi geti ritið skapað umræðu í samfélaginu um þessa þætti og mikilvægi alþjóðasamskipta. „Það fór til dæmis mjög lítið fyrir umfjöllun um alþjóðasamskipti og mikilvægi samskipta Íslands við umheiminn í kosningabaráttunni. Það var varla minnst á það. Samskipti Íslands við umheiminn er að mínum dómi einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að þróun íslensks samfélags. Að það hafi ekki verið rætt í aðdraganda kosninga er alvarlegt. Með þessari rannsókn viljum við benda á mikilvægi þess í sögu þjóðarinnar. Við erum ekki bara einhver afmarkaður afkimi sem lýtur séríslenskum lögmálum, eins og mætti kannski halda út frá umræðunni,“ segir Baldur. Utanríkismál Bókmenntir Háskólar Tengdar fréttir „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Vísi. „Samskiptin við útlönd skipta alveg gríðarlega miklu máli. Nútímavæðingin kemur að utan og það er ekki bara að viðskiptin skipti máli, heldur líka hin samfélagslegu samskipti. Að við náum að verða þiggjendur nýjustu strauma og stefna í alþjóðakerfinu á hverjum tíma fyrir sig.“ Málþing um nýja bók Baldurs um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldis verður haldið í Þjóðminjasafninu klukkan 16 í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti mun opna málþingið. Mikilvægi alþjóðasamskipta vanmetið Baldur segir bókina snúast um hvort að við Íslendingar höfum vanmetið mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Það sem við erum að skoða er hvaða áhrif samskiptin við útlendinga hafa haft á samfélagsþróunina og síðan en ekki síst hvort Íslendingar hafi borið skarðan hlut frá borði í samskiptum sínum við útlendinga eða hvort það hafi orðið ávinningur af þessum samskiptum.“ Baldur segir að í gegnum árin hafi verið horft of mikið til innanlandsstjórnmála – hvað hafi verið gert innanlands – og að það hafi verið aðskilið frá því sem hafi verið að gerast í útlöndum á hverjum tíma. „Mér finnst þessa tengingu hafa vantað. Líka það að við einblínum of mikið á hvar hið formlega vald hefur legið, hvort sem það hefur verið í Noregi, Danmörku, Íslandi eða Washington. Við viljum skoða þetta í miklu víðara samhengi – hin pólitísku samskipti, en líka efnahagsleg, menningarleg og samfélagsleg samskipti. Allir þessir þættir finnst okkur jafn mikilvægir. Það mætti gera meira af því, bæði í stjórnmálafræði og í okkar umræðu, að líta á alþjóðasamskipti í þessu víða samhengi.“ Hann segir að lítil samfélög þurfi að gæta sérstaklega vel að því að nýjustu straumar og stefnur, nýjasta tækni og vísindi, nái inn fyrir landsteinana. „Annars er hætta á að lítil samfélög staðni.“ Skortur á umræðu um alþjóða- og utanríkismál „alvarlegur“ Baldur segist hafa unnið að rannsókninni með hléum frá árinu 2008. Mesta vinnan hafi átt sér stað á árunum 2012 til 2018. Hann vann að rannsókninni með þáverandi nemendum sínum – þeim Tómasi Joensen, Þorsteini Kristinssyni og Sverri Steinssyni – og eru þeir höfundar að mismunandi köflum í bókinni. Baldur segist vona að bókin nái að varpa nýju ljósi á mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðarinnar. „Að við förum að líta á alþjóðasamskipti ekki bara út frá því hvort valdið liggi í Reykjavík, Brussel eða Washington, heldur að við förum líka að horfa líka á mikilvægi menningarlegra og samfélagslegra samskipta, viðskipta og efnahagstengsla, sem og diplómatískra tengsla.“ Vonandi geti ritið skapað umræðu í samfélaginu um þessa þætti og mikilvægi alþjóðasamskipta. „Það fór til dæmis mjög lítið fyrir umfjöllun um alþjóðasamskipti og mikilvægi samskipta Íslands við umheiminn í kosningabaráttunni. Það var varla minnst á það. Samskipti Íslands við umheiminn er að mínum dómi einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að þróun íslensks samfélags. Að það hafi ekki verið rætt í aðdraganda kosninga er alvarlegt. Með þessari rannsókn viljum við benda á mikilvægi þess í sögu þjóðarinnar. Við erum ekki bara einhver afmarkaður afkimi sem lýtur séríslenskum lögmálum, eins og mætti kannski halda út frá umræðunni,“ segir Baldur.
Utanríkismál Bókmenntir Háskólar Tengdar fréttir „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ 7. september 2021 11:53