Slapp ómeiddur eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í Vík Slökkvilið í Vík í Mýrdal var kallað út um klukkan 6:30 í morgun eftir að eldur hafði komið upp í íbúðarhúsi í bænum. 18.10.2021 10:15
Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. 18.10.2021 08:55
Græningjar samþykkja að ráðast í formlegar stjórnarmyndunarviðræður Mikill meirihluti þýskra Græningja samþykkti í gær að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Jafnaðarmenn (SPD) og Frjálslynda demókrata (FDP). 18.10.2021 08:23
Hægir á hjólum efnahagslífsins í Kína Verg landsframleiðsla í Kína jókst um 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi og var um lægstu mælingu í heilt ár að ræða. 18.10.2021 07:38
Bætir aftur í vind í kvöld og stormur víða á morgun Mildur loftmassi hefur nú náð yfir landið eftir hina hvössu austanátt sem herjaði á landann í gær. Búast má við austan strekkingi með rigningu, en undantekningin á þeirri stöðu eru Vestfirðir, þar sem útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi og svalara veðri. Verður úrkoman þar því væntanlega slyddukennd. 18.10.2021 07:22
Höndum í höfn í Þorlákshöfn lokað: „Velgengnin varð okkur að falli“ Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi. 14.10.2021 09:01
Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14.10.2021 07:00
Covid-tölurnar framvegis birtar klukkan 13 Tölfræðisíðan covid.is, sem heldur utan um tölfræði um alls sem við kemur kórónuveirusmium, innlögnum á sjúkrahús vegna Covid-19 og fleira, verður framvegis uppfærð klukkan 13 alla virka daga. Síðan hefur til þessa verið uppfærð klukkan 11. 13.10.2021 10:40
Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. 13.10.2021 10:29
Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13.10.2021 08:40