Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga – seinni dagur Seinni dagur Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. 8.10.2021 08:30
Bein útsending: Hver fær friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. 8.10.2021 08:30
Útköll björgunarsveita í gærkvöldi bundin við Siglufjörð og Skagafjörð Björgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði og í Skagafirði vegna ýmissa fokverkefna í gærkvöldi. Óveður var víða á landinu í gærkvöldi, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út annars staðar á landinu. 8.10.2021 08:29
Ákærður fyrir slá á rass konu og reyna að kyssa fyrir utan skemmtistað Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sumarið 2019. 8.10.2021 07:30
Norður- og Austurland sleppa við rigninguna Suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið í dag, en norðaustan strekkingur og rigning á Vestfjörðum. 8.10.2021 07:14
Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. 7.10.2021 14:41
Hitti nemendur á Forvarnardeginum eftir að hafa losnað úr smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, losnaði úr smitgát skömmu fyrir hádegi í gær og fór þá og hitti nemendur í Laugalækjarskóla og Menntaskólanum í Kópavogi í tilefni af Forvarnardeginum. 7.10.2021 12:41
Abdulrazak Gurnah hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Tansaníski skáldsagnahöfundurinn Abdulrazak Gurnah hlaut í dag bókmenntaverðlaun Nóbels. 7.10.2021 11:04
Bein útsending: Hver fær bókmenntaverðlaun Nóbels? Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma. 7.10.2021 10:31
Flugvellinum á La Palma lokað vegna öskufalls Flugmálayfirvöld á Spáni hafa ákveðið að loka flugvellinum á La Palma vegna öskufalls. Eldgosið á eynni hefur nú staðið í tvær og hálfa viku. 7.10.2021 10:11