22 greindust með kórónuveiruna í gær 22 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent. 29.9.2021 10:51
Snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili á varnargarðinn á Flateyri Nokkur snjóflóð hafa fallið á Flateyri í nótt og í morgun. Stórt flóð féll úr Innra-Bæjargili og á varnargarðinn fyrir ofan þorpið og þá hafa önnur fallið fyrir ofan Flateyrarveg. 29.9.2021 10:38
Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. 29.9.2021 09:57
Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29.9.2021 09:07
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29.9.2021 08:44
Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29.9.2021 08:07
Allar líkur á að Kishida taki við embætti forsætisráðherra af Suga Stjórnarflokkur Japans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur valið Fumio Kishida sem nýjan formann. Fastlega er búist við að Kishida verði skipaður forsætisráðherra á allra næstu dögum og taki þar með við embættinu af Yoshihide Suga. 29.9.2021 07:37
Ráðnar til 1xInternet á Íslandi Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og Ísabella Jasonardóttir hafa verið ráðnar til hugbúnaðarfyrirtækisins 1xInternet á Íslandi. Fanney Þorbjörg tekur við stöðu fjármálastjóra og Ísabella verkefnastjóra. 29.9.2021 07:16
Lægðin ekki dauð úr öllum æðum Lægðin sem olli illviðrinu í gær er nú stödd við Snæfellsnes, en hefur grynnst mikið. Lægðin er þó ekki dauð úr öllum æðum og í dag veldur hún sunnan- og suðvestan strekkingi á landinu með skúrum eða slydduéljum. 29.9.2021 07:09
Bætist í hóp eigenda Advel Bjarni Þór Bjarnason, lögmaður, hefur gengið til liðs til ADVEL lögmenn og verður hann jafnframt einn eigenda félagsins. 28.9.2021 18:00