Skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin um að bera grímu Tvítugur starfsmaður bensínstöðvar í þýska bænum Idar-Oberstein var skotinn til bana eftir að hafa krafið viðskiptavin bensínstöðvarinnar um að bera grímu þar inni síðasta laugardagskvöld. Morðinginn hefur verið handtekinn og segist við lögreglu hafa verið ringlaður af álagi vegna takmarkana sökum heimsfaraldursins. 21.9.2021 13:44
Ráðinn til Sjóvár Andri Már Rúnarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu og fjárfestatengill hjá Sjóvá. 21.9.2021 11:22
Ekki fleiri greinst innanlands síðan 3. september Alls greindust 46 með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 3. september. 21.9.2021 10:46
Lady Marmalade-söngkonan Sarah Dash er látin Bandaríska söngkonan Sarah Dash, ein stofnenda sveitarinnar Labelle, er látin, 76 ára að aldri. 21.9.2021 09:47
Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21.9.2021 08:59
Maðurinn sem tók upp árásina á Rodney King er látinn George Holliday, pípulagningamaðurinn frá Los Angeles sem tók upp á myndband árás fjögurra bandarískra lögreglumanna á Rodney King árið 1991, er látinn. 21.9.2021 07:41
Þau bjóða fram krafta sína í Reykjavíkurkjördæmi suður Tíu flokkar bjóða fram til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi suður að þessu sinni og eru í heildina 220 manns á listum flokkanna. Listana í heild má sjá hér að neðan. 20.9.2021 15:01
Dæmdur fyrir ræktun 224 kannabisplantna á heimilinu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir vörslu á rúmlega 32 grömmum af maríjúana og ræktun á 224 kannabisplöntur sem fundust við húsleit á heimili mannsins í Reykjavík í nóvember 2019. Hann er talinn hafa ræktað kannabis um nokkurt skeið. 20.9.2021 14:41
Látin eftir stunguárás á vinnumálaskrifstofu í Bergen Kona á sextugsaldri er látin eftir hníftunguárás manns sem réðst inn á vinnumálaskrifstofu í Bergen í Noregi í morgun. 20.9.2021 13:43
Telur viðskiptahætti Borgunar ekki hafa verið villandi og óréttmæta Neytendastofa telur ekki tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar eftir kvörtun Rapyd Europe hf. þar sem fyrirtækið sakaði samkeppnisaðilann Borgun um villandi og óréttmæta viðskiptahætti. 20.9.2021 12:28