varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allt að sau­tján stiga hiti fyrir norðan

Landsmenn mega búast við suðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu og víða rigningu, en úrkomlítið á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu tíu til sautján stig, hlýjast fyrir norðan.

Loft­­leiðir semja um flug til Kúbu og Suður­­skauts­landsins

Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins.

Grunn­skólanum lokað vegna gruns um smit

Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits.

Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta

Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar.

Fremur leiðin­leg kosninga­bar­átta og lit­lausir fram­bjóð­endur

Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa.

Sjá meira