Fangavörður á Litla-Hrauni greindist smitaður Fangavörður á Litla-Hrauni greindist smitaður af kórónuveirunni í fyrrakvöld. Hann er nú í einangrun og hafa tveir fangaverðir til viðbótar verið sendir í sóttkví. 1.9.2021 13:10
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts. 1.9.2021 12:47
Karl Eskil ráðinn til að stýra heimasíðu og miðlum Samherja Karl Eskil Pálsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samherja og mun hann miðla fréttum á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, auk þess sem hann mun sinna innri vef Samherja þar sem upplýsingum og fræðsluefni er komið til starfsfólks. 1.9.2021 11:39
Ársreikningum skilað fyrr og betur Alls hafði 16.290 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2020 á fimmtudaginn í síðustu viku. Á sama tíma á síðasta ári hafði 15.504 ársreikningum skilað til ársreikningaskrár og jafngildir þetta því fjölgun á skiluðum ársreikningum um fimm prósent milli ára. 1.9.2021 11:34
Aríel tekur við formennsku í Sjómannadagsráði Aríel Pétursson, varaformaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins frá síðasta aðalfundi sem fram fór í vor, tók í dag við formennsku í ráðinu af Hálfdani Henrýssyni. Hálfdán hefur starfað með Sjómannadagsráði óslitið í 34 ár. 1.9.2021 11:08
Gat uppgötaðist á sjókví í Arnarfirði Gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Haganes í Arnarfirði uppgötvaðist við neðansjávareftirlit síðastliðinn fimmtudag. 1.9.2021 09:32
Lárus Sigurður tekur við formennsku í Garðyrkjufélaginu Lárus Sigurður Lárusson var kjörinn nýr formaður Garðyrkjufélags Íslands á aðalfundi félagsins í gærkvöld. 1.9.2021 08:11
Bein útsending: Ársfjórðungsuppgjör Play Play mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 8:30. 1.9.2021 08:02
Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1.9.2021 07:40
Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1.9.2021 07:17