150 kílóa dróna flogið yfir Egilsstaðaflugvöll Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) hefur verið flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar síðustu daga. Markmið verkefnisins er að safna gögnum sem styðja við að drónar verði notaðir við flugprófanir á búnaði flugvalla í framtíðinni. 25.8.2021 11:59
Þrír bræður fórust í bílslysi í Noregi Allt bendir til að þrír bræður – 17, 18 og 20 ára –hafi látið lífið í bílslysi í Hallingdal í Flå, um 150 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Osló, á mánudagskvöldið. 25.8.2021 11:29
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25.8.2021 10:30
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25.8.2021 08:34
Þrjár konur efstar á Billboard-listanum í fyrsta sinn í ellefu ár Í fyrsta sinn í heil ellefu ár skipa konur þrjú efstu sætin á á Billboard-listanum yfir mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum. Plötur Billie Eilish, Doja Cat og Olivia Rodrigo eru að finna efstar á listanum. 25.8.2021 07:38
Hitinn gæti náð um þrjátíu stigum á Austurlandi Enn leika hlýjar sunnanátttir um landið með vætu og sólarleysi fyrir sunnan og vestan, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Ekki er útilokað að hitamet fyrir ágústmánuð sem slegið var í gær muni falla í dag. 25.8.2021 07:20
Fjögur fyrirtæki sameinast undir nafni Hitatækni Hitatækni, Varmi, Rafloft og Proventa hafa sameinast undir nafni Hitatækni. 24.8.2021 14:39
Hæsti hiti á landinu síðan júlí 2008 mældist á Hallormsstað Hæsti hiti á landinu síðan í júlí 2008 mældist á Hallormsstað klukkan 13:20 í dag þegar hiti fór í 29,3 stig. 24.8.2021 13:50
Framkvæmdastjóri sölusviðs Play hættur Þórður Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs flugfélagsins Play, er hættur hjá félaginu eftir að hafa verið sagt upp störfum. 24.8.2021 13:08
Fyrrverandi einræðisherra Tjad er látinn Hissène Habré, fyrrverandi einræðisherra Afríkuríkisins Tjads, er látinn, 79 ára að aldri. Habré varði síðustu árum sínum í fangelsi í Senegal eftir að hafa hlotið lífstíðardóm meðal annars fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 24.8.2021 12:56