Ekkert heitt vatn í Vesturbænum í nótt og á morgun Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur mega búa sig undir heitavatnsleysi í nótt og á morgun. Starfsfólk Veitna hefst handa í nótt við að tengja nýja hitaveitulögn fyrir Landspítala háskólasjúkrahús við stofnlögnina sem flytur heitt vatn í Vesturbæ Reykjavíkur. 16.8.2021 10:39
Grunar að naut hafi orðið tveimur að bana í Noregi Lögreglu í Noregi grunar að naut hafi orðið tveimur mönnum að bana í Sykkylven í Mæri og Raumsdal í Noregi. Fólkið fannst látið í beitilandi í gærkvöldi. 16.8.2021 09:42
Bólusettir með tengsl við Ísland þurfa nú í sýnatöku eftir komu til landsins Bólusettir farþegar og þau sem hafa vottorð um fyrri sýkingu með tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin nýjum reglum. 16.8.2021 09:25
Reikna með að gefa um tíu þúsund skammta í dag Bólusetningar í Laugardalshöll í Reykjavík verða teknar upp á ný eftir sumarfrí í dag. Bólusett verður næstu fjóra daga milli klukkan 10 og 15. 16.8.2021 09:04
Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16.8.2021 08:37
Haítar búa sig undir komu hitabeltisstormsins Grace Búist er við að hitabeltisstormurinn Grace skelli á Haíti í kvöld. Almannavarnir þar í landi vara við miklum stormi og rigningu, mikilli ölduhæð á hafi úti, aurskriðum og flóðum. 16.8.2021 07:48
Fimm sagðir látnir á flugvellinum í Kabúl Mikil ringulreið ríkir nú á flugvellinum í afgönsku höfuðborginni Kabúl eftir að þúsundir manna flykktust þangað í þeirri von að geta flúið land. Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að fimm hið minnsta séu látnir. 16.8.2021 07:42
Allvíða skýjað við ströndina og þokuloft á köflum Veðurstofan spáir vestlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Birtir upp inn til landsins, en allvíða verður skýjað við ströndina og þokuloft á köflum. 16.8.2021 07:23
Héraðssaksóknari missir reynslubolta í dómarasæti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn Þorvaldsson saksóknara í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann mun sinnastörfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá 1. september 2021. 13.8.2021 14:43
Forstjóri Barnaverndarstofu færir sig um set Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu. 13.8.2021 14:38