Tveir greinst innanlands frá því á fimmtudag Tveir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá því á fimmtudag - einn á fimmtudag og einn á laugardag. Báðir voru utan sóttkvíar við greiningu. 5.7.2021 11:01
Átján og tólf ára systur létust á Melshornet Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að þær sem létust eftir að hafa orðið fyrir eldingu á fjallinu Melshornet í Noregi í gær hafi verið systur, tólf og átján ára gamlar. 5.7.2021 10:21
Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. 5.7.2021 09:01
Á annað hundrað enn saknað eftir aurskriðu í Japan Að minnsta kosti þrír eru látnir og á annað hundrað enn saknað eftir að mikil aurskriða féll í bænum Atami, suðvestur af japönsku höfuðborginni Tókýó á laugardag. 5.7.2021 08:09
Miðflokkurinn sagður ætla að samþykkja áframhaldandi stjórn Löfvens Flokkstjórn sænska Miðflokksins er sögð reiðubúin að verja nýrri ríkisstjórn Stefans Löfven falli. Frá þessu greinir Svenska dagbladet (SvD) í morgun, en Löfven mun í dag tilkynna þingforsetanum Andreas Norlén hvort hann telji grundvöll fyrir því að mynda nýrri stjórn undir hans forsæti sem nyti stuðnings meirihluta þings. 5.7.2021 07:36
Víða þungbúið með þoku en rofar til þegar líður á morguninn Það stefnir í breytilega átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu. Þungbúið verður með þoku víða í morgunsárið, en rofar til þegar líður á morguninn. 5.7.2021 07:07
Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1.7.2021 14:28
Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1.7.2021 14:16
Hefur framleiðslu og sölu á sínu fyrsta samheitalyfi Coripharma hóf í dag sölu á fyrsta samheitalyfinu sem þróað er af félaginu. Um er að ræða lyf gegn flogaveiki, Eslicarbazepine, sem selt er í 200mg og 800mg töflum. 1.7.2021 14:06
Skráðu sig í sóttkví vegna villu í rakningarappi Vegna villu í smitrakningarappininu, Rakning C-19 appinu, fyrir iPhone hefur hópur notenda fyrir mistök fengið tilkynningu um útsetningu fyrir COVID-19 smiti, ásamt boði um að skrá sig í smitgát. 1.7.2021 12:27