Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1.7.2021 10:41
Ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Play Steinar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Steinar hefur störf í dag, 1. júlí. 1.7.2021 10:11
Afhjúpa styttu af Díönu í tilefni af sextíu ára fæðingarafmælinu Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry munu síðar í dag afhjúpa styttu af móður sinni, Díönu, prinsessu af Wales, í garði Kensington-hallar. Díana, sem lést í París í ágúst 1997, hefði orðið sextug á þessum degi hefði henni enst aldur til. 1.7.2021 09:56
atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. 1.7.2021 09:28
Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1.7.2021 08:14
Misstu hið stolna Picasso-verk í gólfið á fréttamannafundi Málverk eftir Pablo Picasso, sem kom í leitirnar á dögunum níu árum eftir að því var stolið af Listasafni Grikklands í Aþenu, féll í gólfið á blaðamannafundi grísku lögreglunnar þegar verið var að greina frá nýjustu tíðindum af rannsókn málsins. 1.7.2021 07:59
Áfram spáð auknum leysingum í hlýindum norðan- og austantil Veðurspá gerir ráð fyrir að á vestanverðu landinu, þar sem sólin er á bak við ský, verði frekar svalt í veðri í dag og átta til þrettán gráðu hiti. Áfram verður þó sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum. 1.7.2021 07:08
Anna Björk formaður stjórnar FKA Framtíðar Anna Björk Árnadóttir er nýr formaður FKA Framtíðar en ný stjórn var kjörin á aðalfundi sem fram fór á dögunum. 30.6.2021 14:48
Lækka hámarkshraða á Bústaðavegi vegna framkvæmda næstu mánuði Hámarksumferðarhraðihefur verið færður tímabundið niður íþrjátíu kílómetra á klukkustundá Bústaðavegi frá gatnamótum Sogavegar/Stjörnugrófarogað Reykjanesbraut. 30.6.2021 14:23
Segir rannsóknir benda til að endurbólusetja þurfi Janssen-þega Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, segir góðar líkur vera á því að þeir sem hafi fengið bóluefni Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Rannsóknir bendi til að „allar líkur“ séu á að þurfi að endurbólusetja þennan hóp. 30.6.2021 13:49