Hlaupa á flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld Isavia mun opna Reykjavíkurflugvöll fyrir hlaupurum sem þátt taka í Miðnæturhlaupi Isavia í kvöld. Er það gert í tilefni af áttatíu ára afmæli flugvallarins. 30.6.2021 12:18
Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30.6.2021 11:40
Dani sýknaður af ákæru um 34 ára gamalt morð í finnskri ferju Dómstóll í Turku í Finnlandi hefur sýknað danskan karlmann af ákæru um morð sem framið var um borð í finnskri ferju árið 1987. 30.6.2021 11:16
Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30.6.2021 10:03
Tilgangur vöktunarinnar „fyrst og fremst öryggismál“ Tilgangur hinnar rafrænu vöktunar í ísbúð Huppuíss var „fyrst og fremst öryggismál“. Öryggissjónarmið réðu vöktuninni sem var bæði í þágu starfsfólks búðarinnar, fyrirtækisins og birgja sem eiga erindi með vörubirgðir til lagersins. 30.6.2021 08:59
Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30.6.2021 08:39
Samþykktu að fjarlægja brjóstmyndir og styttur úr þinghúsinu Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær ályktun sem felur í sér að fjarlægja eigi brjóstmynd af Roger Taney, fyrrverandi forseta hæstaréttar landsins, úr þinghúsinu í höfuðborginni Washington. 30.6.2021 08:08
Taívanskur drengur sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu látinn Sjö ára drengur, sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu í Taívan í vor, er látinn. Foreldrar hans ákváðu að slökkva á öndunarvél hans, en hann hafði verið í dái í um sjötíu daga. 30.6.2021 07:47
Félag Róberts kaupir 17 prósenta í Alvogen í Bandaríkjunum Aztiq Pharma Partners hefur keypt sautján prósenta hlut í Alvogen í Bandaríkjunum, eftir að hafa lokið fjármögnun upp á 12,4 milljarða króna, um hundrað milljóna Bandaríkjadala. 30.6.2021 07:35
Hiti að 27 stigum austanlands Gular viðvaranir standa til kvölds fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra, en reikna má með fremur hægum vindi á suðvesturhorninu og á Austfjörðum í dag. 30.6.2021 07:12